Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra, skrifaði á Twitter að bandarísk stórskotaliðsvopn séu komin til landsins.
Miðað við myndina sem hann birti með er ekki annað að sjá en Úkraínumenn séu byrjaðir að nota þau.
„Himars er komið til Úkraínu. Kærar þakkir til starfsbróður míns og vinar, Lloyd J. Austin III varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir þessi öflugu verkfæri. Þetta verður heitt sumar fyrir rússneska landtökumenn og það síðasta fyrir suma þeirra,“ skrifaði hann.
HIMARS have arrived to Ukraine.
Thank you to my 🇺🇲 colleague and friend @SecDef Lloyd J. Austin III for these powerful tools!
Summer will be hot for russian occupiers. And the last one for some of them. pic.twitter.com/BTmwadthpp— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) June 23, 2022
Himas er færanlegt stórskotaliðskerfi sem skýtur fjölda flugskeyta í einu. Það dregur að minnsta kosti 300 km.