Á tíunda tímanum var einn handtekinn í Reykjavík eftir að hafa veist að öðrum utandyra. Gerandinn flúði af vettvangi en lögreglumenn fundu hann skammt frá. Hann var handtekinn. Þolandinn var fluttur á bráðamóttöku.
Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var þeirra einnig kærður fyrir of hraðan akstur og annar var með meint fíkniefni í fórum sínum.
Tilkynnt var um rúðubrot í fjölbýlishúsi í Miðborginni í gærkvöldi. Rúða var einnig brotin í fyrirtæki á sunnanverðu varðsvæðinu og brotist inn í það og annað fyrirtæki til.
Í Kópavogi var einn handtekinn í nótt eftir að tilkynning barst um líkamsárás.