Eftir tveggja ára skipulagningu og tveggja milljóna króna fjárfestingu var allt til reiðu fyrir brúðkaup þeirra Amöndu og Paul Riesel á skosku eyjunni Skye. Eyjan er 8 tíma flugi frá heimili þeirra í Flórída og það var þriggja daga ferðalag. „Þetta var bara töf, töf, töf,“ sagði hinn 37 ára Paul við BBC, sem greindi frá því að hjónin tilvonandi komust loks til eyjarinnar um 11 leytið aðfanganótt brúðkaupsþeirra, með hringina og blómin en án farangurs og fata.
„Ég gerði mér grein fyrir því að við þyrftum að aflýsa því og að það væri ekkert sem ég gæti ég,“ sagði Amanda. Ljósmyndarinn, hún Rosie Woodhouse, hafði þó annað í huga. „Ég sagði þeim að ég gæti bjargað málunum, Skye er ótrúlegur staður,“ sagði Rosie.
Hún birti beiðni á samfélagsmiðlum og næsta morgun gat Amanda valið milli átta brúðarkjóla í hennar stærð. „Það voru engin skilyrði, bara tær og sönn ást,“ sagði hún. Það vildi svo til að Amanda, sem er sjálf matselja, valdi kjól annarrrar matselju. „Það var mér enn meira virði að vita að kjóllinn komi frá einhverjum sem er annt um og fæðir nemendur sína líkt og ég,“ sagði Amanda.
Paul fékk skotapils og þá voru þau tilbúinn. Brúðkaupið var „ófullkomlega fullkomið,“ samkvæmt Amöndu. „Það var nákvæmlega það sem við þurftum án þess að við vissum að við þyrftum það.“ Hún bætti því við að „það séu ekki næg orð til að lýsa þakklæti okkar.“