Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í málunum fjórtán, sem ríkið viðurkennir brot í, eigi kærendurnir það sameiginlegt að einhver þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem dómur MDE í Landsréttarmálinu nær yfir, dæmi í máli þeirra.
Ákvörðun MDE var birt í gær en samkvæmt henni lýkur málunum með vísan til yfirlýsingar íslenska ríkisins. Það lýsir því yfir að brotið hafi verið á kærendum, að hver þeirra fái greiddar 4.000 evrur í málskostnað og einnig lýsir ríkið því yfir að þeir geti krafist endurupptöku sinna mála hjá endurupptökudómi.
Meðal þeirra sem kærðu eru Jens Guðmundsson, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrri spillingu og brot í starfi. Eldin Skoko og Fjölnir Guðsteinsson sem voru dæmdir fyrir nauðgun og Otto Örn Þórðarson sem var dæmdur fyrir smygl á amfetamíni.
Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.