fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Guðmundur Freyr sakfelldur fyrir brot á Íslandi – Afplánar 17 ára dóm fyrir morð á Spáni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. júní 2022 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Freyr Magnússon, sem nú afplánar 17 ára dóm fyrir húsbrot og morð á unnusta móður sinnar, sem framið var í janúar árið 2020, hefur nú verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir nokkur brot.

Alls er um að ræða fimm brot sem snúast um akstur undir áhrifum ólöglegra efna en brotin voru framin frá síðsumri og inn í haustið 2019, eða nokkur mánuðum áður en Guðmundur framdi morðið á Spáni.

Dómarinn í Héraðsdómi Reykjaness ákvað í morgun að gera Guðmundi ekki sérstaka refsingu vegna þessara brota þar sem hann afplánar svo langan dóm á Spáni, væri annars væri um hegningarauka að ræða.

Um þetta og brotaferil Guðmundar segir í dómnum:

„Ákærði á að baki langan sakaferil sem nær aftur til ársins 1996. Frá þeim tíma til og með 2014 hlaut hann 13 fangelsisdóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og fleiri sérrefsilögum. Er óþarft að rekja þann feril nema að því marki sem áhrif kann að hafa við ákvörðun refsingar í þessu máli. Ber þá fyrst að nefna dóm Héraðsóms Norðurlands eystra 29. október 2014 er ákærði hlaut þriggja ára fangelsi og dóm Héraðsdóms Suðurlands 24. nóvember 2014 sem kvað á um sex mánaða fangelsi. Samkvæmt sakavottorði ákærða afplánaði hann dómana að hluta og var 3. september 2016 veitt skilorðsbundin reynslulausn í tvö ár á 420 daga eftirstöðvum refsinga.

Með brotum sínum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru rauf ákærði skilyrði nefndrar reynslulausnar og bæri því að öllu jöfnu að taka upp 420 daga eftirstöðvarnar og dæma með máli þessu á grundvelli 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og samkvæmt reglum 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þegar það er hins vegar virt að með spænskum dómi 29. nóvember 2021 var ákærði sakfelldur fyrir manndráp af ásetningi, húsbrot og hótanir og dæmdur í 17 ára fangelsi þykir í ljósi 60. gr. og ákvæða 78. gr. almennra hegningarlaga um hegningarauka ekki ástæða til að taka upp reynslulausn ákærða. Að því gættu þykir ekki rétt að gera honum frekari refsingu.“

Þess má geta að Guðmundur játaði þessi umferðarlagabrot skýlaust fyrir dómi.

Dóminn má lesa hér

Fram kom í réttarhöldunum yfir Guðmundi á Spáni, vegna morðsins á unnusta móður hans, að Guðmundur þjáist af geðrænum vandamálum og þegar morðið var framið hafði hann verið búinn að neyta kókaíns, metamfetamíns og kannabis í sjö daga. „Þegar ég tek þetta inn þá er ég ekki ég sjálfur,“ sagði Guðmundur fyrir rétti á Spáni.

Guðmundur viðurkenndi að hafa komið að heimili móður sinnar og kærasta hennar með þann ásetning að myrða manninn. Hann hafi klifrað yfri 2,5 m háan vegg til að komast að húsi móður sinnar og hins myrta. Hann viðurkenndi að hafa klæðst hönskum til að hlífa höndum sínum, ennfremur að hafa tekið gaskút og brotið glerhurð með honum. Maðurinn, sem hafði vaknað við atgang Guðmundar Freys, fékk gaskútinn í sig. Guðmundur Freyr réðst síðan á manninn sem gat enga vörn sér veitt eftir að hafa fengið gaskútinn í sig. Stakk hann manninn margsinnis með hnífi þar sem hann lá í gólfinu. Móðir Guðmundar Freys reyndi að fá hann til að hætta árásinni en þá réðst hann á hana og veitti henni áverka. Guðmundur Freyr reyndi síðan að flýja af vettvangi en var handtekinn af spænsku lögreglunni er hann reyndi að flýja burtu á bíl. Morðvopnið, hnífurinn, fannst undir mottu í bílnum.

Sjúkraliðum á vettvangi tókst ekki að bjarga lífi fórnarlambsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Jimmy Carter látinn
Fréttir
Í gær

Áralangar nágrannaerjur í Vogum

Áralangar nágrannaerjur í Vogum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir íslenskan almenning ekki ætla að borga brúsann – „Þangað til ætlum við ekkert að sturta þessu samfélagi niður“

Segir íslenskan almenning ekki ætla að borga brúsann – „Þangað til ætlum við ekkert að sturta þessu samfélagi niður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“