fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Danir senda hermenn til Íslands – „Það leikur enginn vafi á að það er stríð í Evrópu“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 05:57

F-16 á flugi yfir Danmörku. Mynd:Flyvevåbnets Fototjeneste/Forsvarskommandoen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska varnarmálaráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið tilkynntu í gær að Danir muni senda hermenn til Íslands á næstunni. „Danmörk er land sem sýnir ábyrgð. Við bjóðum okkur fram og við leggjum okkar af mörkum þegar óöryggi er í heimsmálum. Við getum svo sannarlega verið stolt af framlagi okkar,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, þegar hann og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra, tilkynntu um fyrirhuguð verkefni danska hersins í Norður-Atlantshafi.

Þau verkefni sem Danir munu taka þátt í á og við Ísland eru að þeir munu senda freigátu og 135 hermenn til starfa með flugmóðurskipadeild sem verður undir forystu Bandaríkjanna. Herskipin munu sinna eftirliti í norðanverðu Atlantshafi og eiga um leið að sýna mátt NATÓ og vera fæling. Einnig senda þeir orustuþotur og hermenn hingað til lands.

„Það leikur enginn vafi á að það er stríð í Evrópu. Af þeim sökum er mikilvægt að við stöndum saman og sýnum að við getum æft og starfað saman og það er það sem þetta er,“ sagði Bødskov að sögn Danska ríkisútvarpsins.

Í ágúst senda Danir fjórar F-16 orustuþotur og um 65 hermenn hingað til lands. Verkefni þeirra mun standa yfir í um fjórar vikur en það felst í að annast loftrýmisgæslu landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu