Þau verkefni sem Danir munu taka þátt í á og við Ísland eru að þeir munu senda freigátu og 135 hermenn til starfa með flugmóðurskipadeild sem verður undir forystu Bandaríkjanna. Herskipin munu sinna eftirliti í norðanverðu Atlantshafi og eiga um leið að sýna mátt NATÓ og vera fæling. Einnig senda þeir orustuþotur og hermenn hingað til lands.
„Það leikur enginn vafi á að það er stríð í Evrópu. Af þeim sökum er mikilvægt að við stöndum saman og sýnum að við getum æft og starfað saman og það er það sem þetta er,“ sagði Bødskov að sögn Danska ríkisútvarpsins.
Í ágúst senda Danir fjórar F-16 orustuþotur og um 65 hermenn hingað til lands. Verkefni þeirra mun standa yfir í um fjórar vikur en það felst í að annast loftrýmisgæslu landsins.