Myndband, sem var birt á samfélagsmiðlum, sýnir dróna fljúga að Novoshakhtinsk olíuhreinsistöðinni í Rostov, sem er um 5 kílómetra frá úkraínsku landamærunum, áður en sprenging varð og eldur blossaði upp.
The Moscow Times segir að í tilkynningu frá olíuhreinsistöðinni segi að hryðjuverkaárás hafi verið gerð á hana með tveimur ómönnuðum flugförum.
Það tók um eina og hálfa klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Enginn slasaðist í sprengingunni eða eldinum.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af árásinni.
A fire broke out at the Novoshakhtinsk refinery in #Rostov region, #Russia. It looks like explosives were dropped on the plant from a drone. pic.twitter.com/JOguzEtG54
— NEXTA (@nexta_tv) June 22, 2022