„Þegar ég byrjaði að hrópa mjög hátt á hann þá hrökk hann við. Ég man að ég spurði hann af hverju hann væri að þessu og hann svaraði að hann héldi að ég væri einhvers konar glæpamaður.“
„Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur“
„Við komum heim og strákurinn fór að segja mömmu sinni hvað kom fyrir. Hann sagði að það hafi verið vondur maður sem skemmdi bílrúðuna í bílnum okkar og að pabbi hafi hrópað mjög hátt á hann. Þannig hann veit augljóslega hvað kom fyrir. Þetta er hans skilningur á atburðinum. Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað er annað hægt að kalla þetta?“ bætti Mateusz við.
Mateusz segir að hann sé enn í miklu áfalli. „Mér myndi aldrei detta í hug að eitthvað slíkt gæti komið hérna upp. Ég er í miklu uppnámi. Guði sé lof að ég er á lífi. Sonur minn er á lífi og enginn annar hefur meiðst í þessum hræðilega atburði.“