fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Segist sjá merki þess að Pútín sé farinn að missa völdin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 05:51

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bak við allt montið er hann hægt og rólega að missa völdin.“ Þetta skrifar Lawrence Freedman, prófessor emiritus við War Studies við King‘s College London í greininni „Paralysis in Moscow“ (Lömun í Moskvu) og er þarna að tala um Vladímír Pútín, Rússlandsforseta.

Hann segir að fyrstu merki þess að Pútín sé að missa völdin séu farin að sjást. „Einkennin er ekki að finna í viljanum til að sætta sig við málamiðlun, sem er ekki enn að sjá, heldur í pólitískri lömun sem sýnir sig með að hann heldur sig við áður ákveðna taktík því honum dettur ekki neitt betra í hug,“ skrifar Freedman.

Hann segir að þetta komi svo illa við Rússland að það geti endað með að hafa áhrif á þau föstu tök sem Pútín hefur um valdataumana í landinu.

Hann bendir á að almenn óánægja sé með stríðið og efnahagslegar afleiðingar þess meðal elítu landsins og að rússneskt efnahagslíf sé í vanda vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Þær hafi einnig áhrif á almenna borgara í Rússlandi. Hann segir að óopinberar áætlanir geri ráð fyrir allt að 15% efnahagssamdrætti í Rússlandi á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður