Hann segir að fyrstu merki þess að Pútín sé að missa völdin séu farin að sjást. „Einkennin er ekki að finna í viljanum til að sætta sig við málamiðlun, sem er ekki enn að sjá, heldur í pólitískri lömun sem sýnir sig með að hann heldur sig við áður ákveðna taktík því honum dettur ekki neitt betra í hug,“ skrifar Freedman.
Hann segir að þetta komi svo illa við Rússland að það geti endað með að hafa áhrif á þau föstu tök sem Pútín hefur um valdataumana í landinu.
Hann bendir á að almenn óánægja sé með stríðið og efnahagslegar afleiðingar þess meðal elítu landsins og að rússneskt efnahagslíf sé í vanda vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Þær hafi einnig áhrif á almenna borgara í Rússlandi. Hann segir að óopinberar áætlanir geri ráð fyrir allt að 15% efnahagssamdrætti í Rússlandi á árinu.