Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War skýrir frá þessu. Segir hugveitan að Úkraínumenn séu nær algjörlega hættir að nota tyrkneska Bayraktar dróna í austurhluta landsins en notkun þeirra var vel heppnuð á fyrri stigum stríðsins.
Svo virðist sem Rússar leggi mikla áherslu á loftvarnir í austurhluta landsins til að koma í veg fyrir árásir Úkraínumanna og til að vernda stórskotalið sitt en Rússarnir eru háðir því til að geta náð árangri í hernaði sínum segir Institute for the Study of War.
Úkraínumenn nota dróna með góðum árangri annars staðar í landinu,. Til dæmis gerðu þeir vel heppnaðar árásir á Rússa í Kherson í síðustu viku.