fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Nauðgaði þegar hann var 17 ára – Dæmdur tíu árum síðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 13:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi í gær mann fyrir nauðgun sem átti sér stað árið 2012, þegar maðurinn var 17 ára gamall. Þrátt fyrir að svo langt væri um liðið frá atburðinum voru til staðar nægileg gögn til að sanna sekt mannsins. Glæpurinn var kærður árið 2019 en rannsókn málsins hefur dregist mikið. Hafði það áhrif á ákvörðun um refsingu mannsins.

Brotaþolinn var 16 ára þegar atburðurinn varð. Ungmennin höfðu verið saman í skóla en er atvikið varð var brotaþoli að klára tíunda bekk grunnskóla en hinn ákærði var kominn í sjómennsku. Hann hafði samband við stúlkuna og fékk hana til að heimsækja sig en þau voru ágætis vinir fyrir. Nauðgaði hann henni í herbergi sínu. Þetta gerðist vorið 2012. Stúlkan sagði vinkonum sinni frá því hvað hefði gerst strax eftir atvikið og var hún niðurbrotin.

Hinn ákærði sendi henni skilaboð á Facebook nokkrum mánuðum síðar og lét eins og ekkert hefið í skorist. Facebook-samskipti þeirra voru lögð fram við dóminn og var ekki um að villast að stúlkan sakaði hann þá um nauðgun og vildi ekki eiga samskipti við hann. Skrif hennar þar, sem og viðbrögð hins hans, þóttu styðja sekt hans.

Stúlkan treysti sér ekki til að kæra málið á sínum tíma en lagði fram kæru árið 2019. Meðal gagna fyrir dómi voru greinargerð sálfræðings sem tók 10 viðtöl við stúlkuna árið 2013 þar sem hún lýsti vanlíðan sinni eftir nauðgunina.

Í skýrslutöku hjá lögreglu og aftur  fyrir dómi neitaði ákærði sök. Hann bar einnig við minnisleysi og kvaðst lítið muna eftir atvikinu þar sem hann hefði verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma.

Framburður stúlkunnar fyrir dómi, sem og í skýrslutökum, þótti trúverðugur og stöðugur. Um skilaboðaspjallið, nokkrum mánuðum eftir naugðunina, segir í dómi héraðsdóms:

Í málinu liggja fyrir samskipti ákærða og brotaþola á Messenger samskiptaforriti Facebook þann 6. nóvember 2012 og eru rakin í kafla II.5. að framan en óumdeilt er að ákærði hafi sent þau. Ákærði heldur því fram að skilaboðin feli ekki í sér viðurkenningu á því að hann hafi brotið gegn brotaþola umrætt sinn heldur sé aðeins um að ræða raup 17 ára unglings. Að mati dómsins fær það ekki staðist að skilaboð ákærða feli aðeins í sér unggæðingsleg mannalæti. Um var að ræða beina ásökun brotaþola um nauðgun sem ákærði mótmælti ekki heldur þvert á móti bera svör hans vott um algjört skeytingarleysi í garð brotaþola. Dómurinn telur að með skilaboðunum staðfesti ákærði í raun að hafa haft munnmök við brotaþola og að brotaþoli hafi haft munnmök við hann auk samræðis, með því að svara skilaboðum brotaþola um að hann vilji ekki sambönd heldur bara nauðga fólki með “æji hættu þessu væli þú tottaðir mig ég sleikti þig hann rann óvart inn“ en brotaþoli hafði ekki lýst neinum atvikum fyrir ákærða í samskiptum þeirra á Facebook. Ákærði hefur borið við minnisleysi varðandi atburðinn fyrir dómi en greindi þó frá því í lögregluskýrslu að brotaþoli gæti hafa komið heim til sín og þau kysst og þá verið í stofunni en ekkert annað hafi átt sér stað. Lýsing ákærða í samskiptum varðandi atburðinn er aftur á móti í fullu samræmi við lýsingu brotaþola á atvikum. Dómurinn telur einnig að ákærði viðurkenni samræði við brotaþola með skilaboðunum „haha ég erbara svona, ég ríð bara og tala svo ekki mikið við stelpuna aftur, þú varst 24 gellan sem ég setti typpið á mér inní“.

Einnig segir í dómnum að fyrir liggi skilmerkilegur og trúverðugur framburður brotaþola um það sem gerðist umrætt kvöld og sé sá framburður studdur öðrum gögnum málsins. Framburður ákærða sé hins vegar ekki trúverðugur. Einnig sé framburður vitna sem stúlkan sagði frá brotinu í kjölfar þess trúverðugur.

Maðurinn var því fundinn sekur um nauðgun og var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þar sem svo langt er liðið frá atburðinum var refsingin skilorðsbundin.

Maðurinn var ennfremur dæmdur til að greiða stúlkunni 1,5 milljónir króna í miskabætur og allan sakarkostnað málsins, 2,1 milljón.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur