fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Kjötframleiðendur stórtækir í kjötinnflutningi – Hafa oft lagst gegn slíkum innflutningi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 09:00

Kjöt í vinnslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur innflutningur á kjötvörum og öðrum landbúnaðarvörum hingað til lands stóraukist. Athygli vekur að það eru ekki síst innlendir kjötframleiðendur sem standa að þessum innflutningi en þeir sömu hafa oft og tíðum lagst gegn innflutningi á erlendum landbúnaðarafurðum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir að blaðið að miðað við niðurstöður útboða á tollkvóta þá hafi innflutningur bænda og afurðastöðva á búvörum aukist verulega síðustu ár og þá sérstaklega eftir að tollkvótar, samkvæmt samningi við ESB, voru stækkaðir 2019.

Segir blaðið að í síðasta útboði á tollkvóta frá ESB-ríkjunum hafi innlendir framleiðendur verið með 90% af innflutningnum af svínakjöti, 43% af nautakjöti, 34% af alifuglum og 25% af skinku.

Blaðið segir að innlendir búvöruframleiðendur hafi einnig stóraukið innflutning á búvörum frá ríkjum utan ESB og frá öðrum heimsálfum á síðustu árum.

Niðurstöður útboða sýna að sögn Fréttablaðsins að innlendir kjötframleiðendur bjóði hátt í tollkvóta og séu að verða meðal umsvifamestu innflytjenda búvara. Svo virðist sem þeir keyri áfram verðhækkanir á útboðsgjaldi í sumum vöruflokkum.

Flest umræddra fyrirtækja, eða samtök þeirra, áttu aðild að vefsíðunni oruggurmatur.is þar sem varað var við innflutningi á búvörum og hann sagður rjúfa þá vernd sem lega landsins veiti og skapa raunverulega hættu fyrir almenning. Vefsíðunni hefur nú verið lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur