Fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum. Einn var einnig kærður fyrir of hraðan akstur en hraði bifreiðar hans mældist 113 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.
Ætluð fíkniefni fundust hjá ökumanni sem var stöðvaður í gærkvöldi. Mikil fíkniefnalykt var af honum og var því leitað að fíkniefnum á honum.
17 ára ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á tólfta tímanum. Hraði bifreiðar hans mældist 116 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Haft var samband við forráðamann hans og barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið.