Rétt tæplega 300 manns bíða nú eftir því að fá niðurstöður úr inntökuprófi í Læknadeild Háskóla Íslands sem haldið var fyrr í mánuðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskólanum mun taka um mánuð að fara yfir prófið. 68 þreyttu þá inntökuprófið í sjúkraþjálfunarfræði. Fækkaði próftökum töluvert á milli ára en undanfarin ár hafa um 400 manns þreytt inntökuprófið í Læknadeild og um 100 freistað þess að komast inn í sjúkraþjálfarann.
Í ár var prófið í fyrsta skipti haldið rafrænt, og mun tilraunin hafa heppnast vel að sögn nokkurra próftaka sem DV hefur rætt við. Prófið samanstendur þó, sem fyrr, af sex tveggja tíma próflotum sem skiptast niður á tvo daga.
70% af prófinu samanstendur af krossum úr efni sem kennt er í framhaldsskólum. Má þar nefna líffræði, efnafræði, eðlisfræði, stærðfræði, náttúrufræði, sálfræði, félagsfræði og landafræði. Hin 30% byggja ekki á ákveðnu námsefni en leggja mat á almenna þekkingu próftaka, rökfræði, upplýsingalæsi og nálgun og úrlausn siðfræðilegra vandamála, eins og það er orðað á heimasíðu Læknadeildar Háskóla Íslands. Ekki er gerð krafa um lágmarkseinkunn í prófinu heldur komast einfaldlega þeir efstu inn, en þó þurfa próftakar að ná að minnsta kosti 5.0 í einkunn í siðfræðihluta prófsins til þess að teljast hafa náð prófinu.
Af þeim tæplega 300 sem tóku inntökuprófið í Læknadeildina munu 60 komast inn, eða 20%. 35 munu komast inn í sjúkraþjálfarann.
Árið 2020 birti DV nokkrar spurningar úr þeim hluta prófsins sem fjallaði um almenna þekkingu og spurði lesendur hvort þeir væru klárari en læknanemarnir.
Spurningarnar úr prófinu 2020 má sjá hér.
Nú endurtekur DV leikinn og birtir nokkrar spurningar úr prófinu sem fram fór í byrjun þessa mánaðar. Listinn er hér að neðan og svörin við spurningunum neðst. Athugið, að listinn er byggður á minni nokkurra próftaka, og kunna spurningarnar því að vera umorðaðar frá því sem var á prófinu.
- Hver er meðgöngutími hagamúsa?
- Hvað var Yuri Gagarin lengi í sinni fyrstu geimferð?
- Hvaða hafnarborg varð illa úti í átökum Rússlands og Úkraínu?
- Hvaða embætti gegnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir?
- Hver er tímamunur á milli Íslands og Tokyo að sumri til?
- Hvar voru Sumarólympíuleikarnir árið 2020 haldnir?
- Hvað er Þingvallavatn stórt?
- Hvað er laugin í Nauthólsvík heit?
- Hvað heitir forseti Hvíta Rússlands?
- Hvenær var Vladimir Putin fyrst kosinn forseti Rússlands?
- Hvað hafa verið gefnar út margar seríur af Simpsons?
- Hvað heitir réttur sem er djúpsteikt deig, oft þakið sykri og súkkulaði sósu?
- Hvaða efni er táknað með F í lotukerfinu.
- Bandarískuþættirnir Euphoria eru samnefndir og byggðir á öðrum þáttum. Hvaðan eru þeir?
- Hver er formaður bændasamtakanna?
- Hvað heitir nýjasta bók Yrsu Sigurðardóttur?
- Hvaða flugfélag er að byrja að fljúga frá Akureyri?
- Hver er formaður KSÍ?
- Hvaðan var Abdulrazak Gurnah sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra?
- Hversu margir sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrra?
- Hvað eru margar hæðir á Höfðatorgi?
- Hver er nýr kanslari Þýskalands?
- Hver er forsætisráðherra Kanada?
- Hverjir tókust á í forsetakosningunum í Frakklandi?
- Hvað heitir Peppa Pig á íslensku?
- Hvar er Dritvík?
- Hvert er millinafn Mirabel í myndinni Encanto?
- Hver er stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands?
- Hvaða land réðst inn í Afganistan árið 1979 og hertók það í 10 ár?
- Hvenær var zetan felld úr íslenska stafrófinu?
- Á hvaða vikudegi verður aðfangadagur 2022?
- Við hvaða land er lúpína kennd?
- Hvaða fugl heitir á latínu Fratercula Arctica?
- Þing hvaða lands heitir Knesset?
Svör við spurningunum má finna hér að neðan. Í sjálfu prófinu er nemendum gefnir fjórir valmöguleikar, svo þeir hafa þó alltaf möguleikann á að grísa á rétt svar. Lesendur DV hafa það ekki svo gott.
- Meðgöngutími hagamúsa er 24-25 dagar.
- Fyrsta geimferðin tók 108 mínútur frá upphafi til enda, þar af var Gagarin 89 mínútur á sporbraut um jörðu.
- Mariupol
- Áslaug gegnir embætti Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
- Níu klukkustundir eru á milli Íslands og Japan.
- Þeir voru haldnir í Tókýó.
- Þingvallavatn er 83.7 ferkílómetrar að stærð. Mesta dýpt er 114 metrar.
- Setlaugin svokallaða við Nauthólsvík er 38°Cheit.
- Forseti Hvíta Rússlands heitir Aleksandr Lukashenko.
- Árið 2000 var Putin fyrst kosinn forseti. Hann hins vegar tók fyrst við forsetaembættinu þegar Boris Yeltsin sagði af sér 31. desember 1999.
- 33.
- Churros.
- Flúor.
- Ísrael.
- Gunnar Þorgeirsson er formaður.
- Lok lok og læs.
- Niceair.
- Vanda Sigurgeirsdóttir.
- Tansaníu.
- 872
- 19
- Olaf Scholz.
- Justin Trudeau.
- Emmanuel Macron og Marine Le Pen.
- Gurra grís.
- Snæfellsnesi.
- Maribel heitir fullu nafni Mirabel Valentina Rojas Madrigal.
- Eva Ollikainen.
- Sovétríkin.
- 1973.
- Laugardegi.
- Alaska.
- Lundi.
- Ísrael.