fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Þær voru kallaðar kanamellur – „Mestu persónunjósnir sem fram hafa farið á Íslandi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. júní 2022 15:29

Alma Ómarsdóttir. Mynd/Karlmennskan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Ómarsdóttir fréttamaður gerði heimildamynd um stríðsárin í lokaverkefni sínu í frétta- og blaðamennsku þar sem hún skoðaði sérstaklega eitt upptökuheimili, Kleppjárnsreyki, fyrir ungar stúlkur sem talið var að hefðu átt í samskiptum við hermenn. Þá rannsakaði Alma sérstaklega umfjöllun fjölmiðla um samskipti kvenna við hermenn.

Alma var gestur í hlaðvarpinu Karlmennskan hjá Þorsteini V. Einarssyni þar sem hún rifjar upp hernámsárin á Íslandi sem oft hafa verið kölluð „ástandsárin.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni með því að smellla hér neðst í greininni.

„Þetta sem ég er að fjalla um í þessari mynd er eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að hefði verið. Ég elst bara upp við að vita hvað „ástandið“ er og hafði heyrt orð eins og kanamella og hvernig þær stelpur sem töluðu við hermennina voru stimplaðar,“ segir Alma í þættinum.

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskan. Mynd: Anton Brink

Ungmennadómstóll sem dæmdi einungis stúlkur

Alma lýsir því hversu fordæmdar stúlkurnar voru fyrir að eiga í samskiptum við hermenn og hve miklar áhyggjur ráðherrar, þáverandi landlæknir, Alþingi og almenningur höfðu af þessum samskiptum. Til dæmis hafi verið settur á fót sérstakur dómstóll, að því er virðist einungis til að dæma stúlkur fyrir samskipti við hermenn.

„Ungmennaeftirlit er sett á fót og ungmennadómstóll og samkvæmt lögunum átti þetta að snúa að afbrotum sem ungmenni frömdu. En öll málin snerust bara um þetta. Það var ekki einn strákur á þriggja ára tímabili sem fór fyrir þennan dómstól,“ segir hún.

Þessar stúlkur voru síðan sendar á upptökuheimili og ef þær reyndu að strjúka voru þær settar í fangaklefa og meðhöndlaðar sem sakamenn.

„Enn eimir eftir af þessari stimplun og skömm. Við erum að tala um drusluskömmun í fjórða veldi,“ segir hún.

Fyrsta lögreglukona Íslands í vafasömu hlutverki

Alma segir frá því að fyrsta lögreglukonan á Íslandi hafi fengið það hlutverk að fylgjast með samskiptum stúlkna við hermenn og fékk hún viðamiklar heimildir til þeirra rannsókna. Jafnvel hafði hún heimildir til að þvinga stúlkur í kynfæraskoðun til að láta athuga hvort þær væri hreinar meyjar.

Alma segir bæði sorglegt og sárt að fyrsta lögreglukonan á Íslandi hefi fengið þetta hlutverk og gengið svona fram:„Hún leggst í gríðarlegar persónunjósnir. Talað um mestu persónunjósnir sem fram hafa farið á Íslandi.“

Tímabil sem aldrei hefur verið gert upp

Alma bendir á að eftir Breiðavíkurmálið hafi verið ráðist í að skoða öll helstu upptökuheimili sem voru starfrækt á Íslandi, en Kleppjárnsreykir hafi aldrei verið skoðað.

„Ömmur eða frænkur sem voru stimplaðar ástandskonur hafa aldrei fengið uppreist æru eftir það. Núverandi forsætisráðherra, áður en hún tók við því sæti, bar þetta upp á Alþingi og skoraði á þáverandi forsætisráðherra að taka upp rannsókn á þessu máli. En síðan hefur ekkert gerst,“ segir hún.

Og henni finnst mikilvægt að segja rétt frá þessum atburðum í sögubókum. „Ég var að skoða hvernig hefur verið fjallað um þetta í grunnskólakennslubókum og þá er einmitt bara skautað á þessu. Þetta er sett upp í skemmtilegan búning […] Við erum að tala um hundruð kvenna sem var njósnað um, ásóttar af lögregluyfirvöldum eða hreinlega teknar úr umferð.“

Óljós svör ráðherra

Þorsteinn, umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskan, segir frá því á samfélagsmiðlum Karlmennskunnar að hann hafi leitað viðbragða hjá forsætisráðherra við uppgjörsleysi stjórnvalda, hvort til stæði að gera upp þetta tímabil eða hvort hún teldi sig geta réttlætt aðgerðirnar.

Katrín Jakobsdóttir svaraði spurningum Þorsteins ekki beint en sendi honum stutta yfirlýsingu:

„Frá því að ég kom inn í forsætisráðuneytið þá hef ég unnið að nokkrum málum sem lúta að uppgjöri eldri mála. Frumvarp mitt um sanngirnisbætur til fatlaðs fólks sem hafði dvalið sem börn á heimilum ríkisins varð að lögum í lok árs 2020. Næsta verkefni er að undirbúa almennan lagaramma fyrir slíkar bætur þannig að ekki þurfi alltaf rannsókn til og þar gæti þessi hópur hugsanlega heyrt undir.“

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni þar sem Þorsteinn ræðir ítarlega um málið við Ölmu:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður