fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Segir að Úkraínumenn muni veita Rússum rothögg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 06:00

Það er engin sæluvist fyrir Úkraínumenn ef þeir falla í hendur Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Hertling, fyrrum hershöfðingi í bandaríska hernum og yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu, segir að sú stund muni renna upp að Úkraínumenn veiti Rússum rothögg í stríðinu í Úkraínu.

Þetta sagði hann í færslu á Twitter. Þar segir hann að þrátt fyrir að Rússar hafi yfir miklu meira stórskotaliði að ráða en Úkraínumenn þá muni Úkraínumenn „í auknum mæli ná yfirhöndinni“ þegar þróuð vestræn vopn berast til víglínunnar.

Hann segir að rússneski herinn glími við mikið mannfall og tap á búnaði og baráttuandi hermannanna sé lítill.

Hann segir að fréttir berist af mjög slæmum aðbúnaði rússneskra hermanna og mjög lélegri stjórnun yfirmanna hans.  

Hann líkti stríðinu við bardaga þungavigtarhnefaleikamanna, enn hafi hvorugur náð að koma rothöggi á hinn: „Það mun koma þegar rússnesku hersveitirnar verða enn veikari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur