Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að nýja húsnæðið muni leysa eldra og óhentugra húsnæði af hólmi. Það er húsnæði sem hefur víða verið hólfað niður í stórar og litlar skrifstofur sem eru úr takti við þarfir og þróun á sveigjanlegu skrifstofurými nútímans þar sem opin vinnusvæði þykja góður kostur.
Einnig er ætlunin að hagræða í ríkisrekstrinum með því að koma nokkrum ríkisstofnunum saman í húsnæði. Það veitir tækifæri til að vera með sameiginlega stoðþjónustu á borð við afgreiðslu og mötuneyti.