The Guardian skýrir frá þessu og segir að árásin á borpallanna sé nýjasta aðgerð Úkraínumanna til að reyna að draga úr yfirburðum Rússa í Svartahafi. Úkraínumenn telja að borpallarnir séu notaðir í hernaðarlegum tilgangi og til að aðstoða Rússa við að tryggja yfirráð yfir stóru svæði í Svartahafi.
Sjö særðust í árásunum að sögn Sergey Aksyonov, sem er æðstráðandi á Krím. Hann sagði að björgunaraðgerðir væru hafnar á sjó og úr lofti.
Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að árás hafi verið gerð á borpallana en Oleksiy Goncharenko, þingmaður frá Odessa, sagði nú í morgun að flugskeytum hafi verið skotið á borpallana.
Hvað varðar stríðið á landi þá sagði Hanna Malyar, varavarnarmálaráðherra Úkraínu, að Rússar séu nú að safna liði fyrir lokaárásina á Sieverodonteskt og Lysychansk í Donbas. Reiknað sé með að árásin hefjist fyrir vikulok.