fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Úkraínumenn réðust á rússneska gasborpalla í Svartahafi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 05:14

Úkraínskur hermaður í Odesa en borpallarnir eru sunnan við borgina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir embættismenn segja að Úkraínumenn hafi gert flugskeytaárásir á þrjá rússneska gasborpalla í Svartahafi. Borpallarnir eru sunnan við Odessa en Rússar náðu þeim á sitt vald 2014 þegar þeir lögðu Krím undir sig.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að árásin á borpallanna sé nýjasta aðgerð Úkraínumanna til að reyna að draga úr yfirburðum Rússa í Svartahafi. Úkraínumenn telja að borpallarnir séu notaðir í hernaðarlegum tilgangi og til að aðstoða Rússa við að tryggja yfirráð yfir stóru svæði í Svartahafi.

Sjö særðust í árásunum að sögn Sergey Aksyonov, sem er æðstráðandi á Krím. Hann sagði að björgunaraðgerðir væru hafnar á sjó og úr lofti.

Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að árás hafi verið gerð á borpallana en Oleksiy Goncharenko, þingmaður frá Odessa, sagði nú í morgun að flugskeytum hafi verið skotið á borpallana.

Hvað varðar stríðið á landi þá sagði Hanna Malyar, varavarnarmálaráðherra Úkraínu, að Rússar séu nú að safna liði fyrir lokaárásina á Sieverodonteskt og Lysychansk í Donbas. Reiknað sé með að árásin hefjist fyrir vikulok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“