Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í tilkynningu að maðuri hafi verið að spígspora í fjörunni í Kópavogi í morgun og var óttast að maðurinn væri í sjálfsvígshugleiðingum.
Málið var þó ekki eins og það leit út fyrir að vera en í tilkynningu lögreglu segir:
„Svo reyndist ekki vera, a.m.k. ekki í hefðbundnum skilningi, en viðkomandi kvaðst búa nærri fjörunni og kæmi gjarnan þangað til að reykja. Er nokkuð ljóst að slíkt hátterni er síst til þess fallið að lengja líf þeirra er það stunda, en flokkast þó ekki sem lögreglumál.“
Í sömu tilkynningu er greint frá því að tilkynnt hafi verið um innbrot í verslun í austurborginni og fyrirtæki, sömuleiðis í austurborginni. Einhverju stolið af fjármunum ásamt fartölvu.