fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bensíni frá N1

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur hefur fallið í máli manns í Héraðsdómi Suðurlands en maðurinn var staðinn að ítrekuðum bensínstuldi.

Í samtals 207 skipti stal hann allt í allt 19.255,30 lítrum af eldsneyti, að andvirði 3.625.941 króna. Þetta gerði hann á tíu mánaða skeiði árið 2020 á sjálfstafgreiðslustöðvum N1 í Þorlákshöfn, Sandgerði, Garði, Laugarvatni og Flúðum. Maðurinn gerði þetta í auðgunarskyni og notaði viðskiptakort fyrirtækisins til að láta skuldfæra þessar upphæðir á reikning þess.

Málið var tekið fyrir dóm fimmtudaginn 16. júní síðastliðinn. Brotaþolinn, Suðurverk efh, gerði kröfu um að ákærði yrði dæmdur til að greiða skaðabætur að fullu andvirði stolna eldsneytisins. Maðurinn viðurkenndi sekt sína, sagðist iðrast gjörða sinna og einnig að hann hefði náð samkomulagi við brotaþola um greiðslu skaðabótanna.

Þá var þess einnig krafist að ákærði greiði málskostnað brotaþola, 120.000 krónur.

Maðurinn var dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og fallist var á allar skaðabótakröfur brotaþola.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út