fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Lilja er ein tvö hundruð farþega sem hafa beðið í hálfan annan sólahring eftir farangri – ,,Sumir með mikilvæg lyf í töskunum“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 21. júní 2022 21:45

Lilja og börnin bíða enn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við biðum í tvær klukkustundir hér á vellinum eftir farangrinum sem aldrei kom. Farþegum var orðið ansi heitt í hamsi þar sem sumir eru að stoppa stutt og sögðust vera með mikilvæg lyf í töskunum,“ segir Lilja Björk Guðmundsdóttir sem er stödd í Hollandi ásamt manni sínum, Brynjólfi Guðmundssyni og börnum þeirra Auði Hörpu, 11 ára, og Guðmundi Ara, 9 ára. 

Fjölskyldan lenti í Hollandi klukkan 16:20 að staðartíma í gær með flugvél Icelandair og voru um 200 farþegar í vélinni. Þrátt fyrir tilkynningar þess efnis kom enginn farangur og einum hálfum sólarhring síðar hefur farangur enn ekki borist.

Lilja segir að flugvallarstarfsmenn bendi á Icelandair en enginn hafi náð símasambandi við félagið ná á þjónustufulltrúa í gegnum netspjall. 

Hún segir börnin grautfúl enda fríið langþráð. ,,Við erum í Kempervennen með risa sundlaug og rennibrautum en við vorum þarna einnig fyrir þremur árum. Börnin eru búin að bíða eftir að komast í sund en sundfötin eru auðvitað í stóru töskunum.”

Lilja segist ekki sjá fram á annað en að fjölskyldan þurfi að kaupa allar nauðsynjar. 

,,Við höfum enga hjálp fengið frá Icelandair og sjáum fram á að þurfa að fata okkur upp á nýtt því ekki getum við verið lengur í sömu fötunum. Við situm hér enn og vitum ekkert hvar töskurnar okkar eru.”

Að sögn Guðna Sigurðssonar, samskiptastjóra Icelandair, veit félagið af málinu og er að gera allt sitt til að finna töskurnar en ástandið sé erfitt á flugvöllum í Evrópu.

Gríðarleg töf hefur orðið víða á afhendingu farangurs og má rekja það að stórum hluta til mannekklu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“