fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Gabríela Bryndís: „Við erum ekki að tala um forsjármál. Við erum að tala um mannréttindabrot“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. júní 2022 17:38

Gabríela Bryndís, Sigrún Sif og Þorsteinn. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Sif Jóelsdottir og Gabríela Bryndís Ernudóttir, forsvarskonur samtakanna Líf án ofbeldis, eru gestir Þorsteins V. Einarssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan.

Þar ræða þau ítarlega sjónarmið Lífs án ofbeldis út frá uppákomu á Barnaspítala Hringsins þar sem aðför var gerð að barni í lyfjagjöf, það fjarlægt úr höndum móður með aðkomu lögfræðings föður, sýslumanni, lögreglu og barnavernd, gegn vilja barnsins.

Markmiðið með þessu var, að sögn Sigrúnar og Gabríelu, að uppfylla umgengnisrétt föður, þrátt fyrir sögu um ofbeldi, en ekki vegna slælegs aðbúnaðar barns hjá móður.

Sigrún er með meistarargráðu í sálfræði og starfar við rannsóknir í Háskóla Íslands og Gabríela er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Þær starfa síðan fyrir samtökin í sjálfboðastarfi.

Getur valdið óafturkræfum skaða

Þær benda á að barnið sem varð fyrir aðförinni á spítalanum hafi barist gegn aðgerðinni í sjö klukkustundir, en atvikið átti sér stað í byrjun mánaðarins og var fjallað um það í fjölmiðlum.

Þá tekur Sigrún fram að árið 2012 hafi staðið til að taka þessa aðfararheimild úr lögum því það hafi sýnt sig að slík aðgerð geti valdið óafturkræfum skaða, og sé í raun skilgreind sem ofbeldisaðgerð, slík sé valdbeitingin.

Barnið í umræddu máli hafi lýst mikilli andstöðu við að fara til föður, það sé langveikt og þoli illa álag. Sigrún segir að þarna hafi hagsmunir barnsins verið hafðir að engu. Þarna hafði faðir verið úrskurðaður sem lögheimilisforeldri og óskað eftir því að barnið yrði sótt til að uppfylla umgengni. Eftir slíka ósk sé farið í sáttameðferð hjá sýslumanni og er sáttameðferð tekst ekki er málið sent til dómara sem úrskurðar. „Það er krafa á dómara að hann gæti ítrustu varkárni í svona málum,“ segir hún.

Áður höfðu verið lögð fram gögn um ofbeldissögu föður, auk þess sem hann hafði fengið á sig nálgunarbann, en ekki hafi verið tekið tillit til neins af þessu. Þá komi fram í gögnum frá barnavernd að fyrirhuguð aðfararaðgerð muni hafa þungbær áhrif á barnið, sérstaklega vegna veikinda þess. „Ég lít þannig á að allir þessir aðilar hafi brugðist barninu,“ segir Sigrún og bætir við að hún eigi ekki bara við aðfararaðgerðina á spítalanum heldur hafi verið langur aðdragandi að henni þar sem þess bærir aðilar hefðu getað stigið inn.

Fjölmörg mistök

Í viðtalinu kemur fram að þær hafi fengið leyfi þolenda til að fjalla opinberlega um þetta viðkvæma mál þar sem ýmsar persónulegar upplýsingar hafa orðið opinberar.  Það sé aðeins gert í ítrustu neyð. Þá ítreka þær að áður en þær taki afstöðu í nokkru máli þá fari þær yfir gögn málsins, og bendir Sigrún til að mynda á að hún hafi starfað við rannsóknir frá árinu 2008 og hafi þannig reynslu af faglegum vinnubrögðum.

Gabríela segist hafa orðið vör við að margir hafi misskilið ákveðinn þátt málsins, og haldi að barnaverndaryfirvöld hafi ákveðið að taka barnið frá móður því móðir hafi ekki sinnt sínum skyldum gagnvart því. Hún segir mikilvægt að halda því á loft að ekki var verið að hafa neinar slíkar áhyggjur heldur hafi aðfararaðgerðin aðeins verið gerð til að uppfylla umgengnisrétt föður. Hún tekur fram að það sé eðilegt að fólk telji að það sé góð ástæða fyrir því að farið sé í viðlíka aðgerð en ástæðan sé einfaldlega sú að dómskerfið okkar virki ekki og fjölmörg mistök hafi verið gerð í þessu máli.

Lögmaður föður skemmdi hurð

Þorsteinn spyr þær hvort þær aðferðir sem þarna var beitt séu lýsandi fyrir mál af þessum toga, hvort þetta sé oft svona „brútal.“

Þær segjast hafa mörg dæmi þess og dæmi af uppkomnum börnum sem hafa lýst því hvernig það er að búa enn við afleiðingarnar af því að hafa verið þvinguð í umgengni. „Auðvitað er þetta mjög skýr birtingarmynd á valdbeitingu ríkisins,“ segir Sigrún.

Þær segja að í þessu máli hafi sannarlega verið farið fram með offorsi, til dæmis var „hurð sem skemmdist því lögmaður var að reyna að brjótast inn á deildina“ og taka fram að þar hafi verið um lögmann föður að ræða.

Þorsteinn spyr hvort þetta sér verklag sem viðgengst en þær neita því.

Í lokin segir Gabríela að þær vildu óska þess að fjölmiðlar myndu ekki loka á umfjöllun um mál sem þessi með vísan í að þetta snúist jafnvel um flókin, stormasöm sambönd, og að það sé ekki hlutverk fjölmiðla að fjalla um forsjármál. „Við erum ekki að tala um forsjármál. Við erum að tala um mannréttindabrot.“

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt