Ellefu ára stúlku í Brasilíu hefur verið synjað um þungunarrof. Stúlkunni var nauðgað á heimili sínu í dreifbýli suðurhluta landsins en þungunarrof er ólöglegt í Brasilíu nema í undantekningartilfellum, sé um nauðgun að ræða eða líf móður í hættu.
Konur eiga yfir höfði sér eins til þriggja ára dóm fyrir að fara í þungunarrof og læknar og hjúkrunarfræðingar sem framkvæma þau eiga þriggja til fimm ára tukthúsvist vísa.
Nauðgunin átti sér stað fyrr á árinu og þegar að móðir stúlkunnar áttaði sig á stöðunni fór hún með dóttur sína á sjúkrahúsi í Florianopolis borgar þar sem læknir staðfesti þann 4. maí að telpan væri komin 22 vikur á leið. Starfsfólk sjúkrahússins neitaði aftur á móti að framkvæma þungunarrof og bar því fyrir að þrátt fyrir að nauðgun væri að ræða væri stúlkan of langt gengin. Reglur sjúkrahússins kveðja á um að aldrei megi framkvæma þungunarrof ef kona er gengin umfram 20 vikur.
Móðir stúlkunnar var ekki sátt við þau svör og leitaði til dómstóla þar sem málið fór á borð Joana Ribeiro Zimmer dómara. Zimmer dómari kvað upp að telpan gæti ekki fengið þungunarrof og átaldi í leiðinni móðurina, og sagði að með ósk um þungunarrof væri móðirin ekki að ,,vernda” dóttur sína heldur ,,styðja hana við að fremja morð.”
Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Brasilíu eftir að málið komst í hámæli og hafa fjölmiðlar eftir lögfróðum þar í landi að ekkert sé að finna í lagabókstafnum sem komi í veg fyrir rétt stúlkunnar til þungunarrofs. Yfirvöld hafa nú hafið rannsókn, bæði á sjúkrahúsinu svo Zimmer dómara, en háværar raddir er um afsögn hennar.
Mæðgurnar dvelja nú í neyðarskýli af ótta við árásarmann eða árásarmenn en engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar upp um hvort árásarmaðurinn sé tengdur stúlkunni né um hvort árásarmenn séu fleiri en einn.
Móðir stúlkunnar mun hafa gefið út að væri þær mæðgur ekki vistaðar í skýlinu myndi hún sjálf framkvæma þungunarrof á dóttur sinni.
Í síðustu viku fæddi 12 ára gömul stúlka í Bólivíu barn eftir að hafa verið neitað um þungunarrof. Stúlkunni hafði verið nauðgað af afa sínum sem nú situr í fangelsi. Barnið lést skömmu eftir fæðinguna.
Líkt og í Brasilíu vakt málið mikla athygli og eru raddir sífellt háværari um endurskoðun á lögum í löndum Suður-Ameríku þar sem mikill fjöldi stúlkna og kvenna er talinn látast árlega af völdum ólöglegs þungunarrofs..