fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Eva kemur Arnari til varnar og gagnrýnir lögmannastéttina – „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. júní 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Hauksdóttir, lögmaður og verjandi Arnars Sverrissonar sálfræðings, sem hefur verið kærður til lögreglu fyrir hatursorðræðu og kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar þess máls, snýst honum kröftuglega til varnar í grein á Vísir.is í dag.

Í leiðinni gagnrýnir hún dómsvaldið, lögmenn og tíðarandann. Segir Eva að á sama tíma og frelsi manna til að níða skóinn af náunganum sé orðið ótmarkmarkað sé reynt að gera tjáningu sem ekki fellur tilteknum hagsmunahópum í geð refsiverða:

„Afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hefur stökkbreyst á síðustu árum. Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti.

Æruvernd er þáttur í friðhelgi einkalífs, sem okkur er tryggð í stjórnarskrá, lögum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Dómstólar hafa markvisst lamað æruverndarákvæði hegningarlaga með dómaframkvæmd sem er ekki í neinu samræmi við texta laganna. Alþingi þegir þunnu hljóði og virðist ætla að sætta sig við að Ísland taki í reynd upp fordæmisrétt (common law), í þessum málaflokki, í stað þess að Alþingi fari með löggjafarvaldið eins og stjórnarskrá gerir ráð fyrir. Blaðamenn, atvinnurekendur, stjórnmálaflokkar, grasrótarhreyfingar, íþróttahreyfingin og þjóðkirkjan taka virkan þátt í afnámi æruverndar með því að beygja sig undir kröfur háværra hópa um fordæmingu og útskúfun þeirra sem verða fyrir mannorðshnekki, stundum án þess að nokkrar sannanir liggi fyrir um meint brot. Hið mikla samsafn löglærðra vesalinga, sem þora hvorki né nenna að gagnrýna dómstóla, virðist ekki finna til neinnar ábyrgðar; af rúmlega 1000 starfandi lögmönnum eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem opinberlega hafa gagnrýnt þessa valdníðslu.“

Kæran á Arnar er tilkomin vegna skrifa hans um trans fólk. Eva segir að ekkert hatur hafi verið að finna í þeim skrifum:

„Grein Arnars felur í sér gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Hann telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. Greinin felur ekki í sér árás á transfólk. Ekki heldur hvatningu til mismununar eða ofsókna gegn transfólki. Arnar lýsir ekki einu sinni andstöðu við kynskiptaaðgerðir sem slíkar heldur telur hann að þær eigi að framkvæma „að ítarlega athuguðu máli“.“

Segir hættulega þróun vera í gangi

Eva segir að dómstólar hafi rýmkað hugtakið „hatursorðræða“ um of. Hún segir að lög gegn hatursorðræðu eiga að veita vörn gegn ofsóknum en ekki gegn óþægilegum skoðunum. Hún segir ennfremur:

„Grein Arnars felur í sér gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Hann telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. Greinin felur ekki í sér árás á transfólk. Ekki heldur hvatningu til mismununar eða ofsókna gegn transfólki. Arnar lýsir ekki einu sinni andstöðu við kynskiptaaðgerðir sem slíkar heldur telur hann að þær eigi að framkvæma „að ítarlega athuguðu máli“.“

Eva segir að skoðanakúgun sé hættuleg lýðræðinu og að sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar sé árás á tjáningarfrelsið:

„Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að transfólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið.“

 

Grein Evu má sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni

Óhugnaður í friðsælu hverfi: Móðir og sonur numin á brott á Gran Canaria í tengslum við þjófnað á 600 kg af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“