fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Sagður hafa átt að vita að vespan og hjólið væru stolin

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið ákærður fyrir hilmingu og fíkniefnalagabrot af embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.  Hann átti á heimili sínu vespu af gerðinni Suzuki Tamco og reiðhjól af gerðinni Specialized PITCH. DV hefur ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík undir höndum og samkvæmt henni telur embættið að maðurinn hafi vitað að um þýfi væri að ræða.

Einnig hafði maðurinn í vörslu sinni í sölu- og dreifingarskyni magn amfetamíns, kókaíns, grass, rítalín, víagra og fleiri fíkniefni. Lögreglumenn fundu þetta allt við húsleit á heimili ákærða þann 24. júlí 2020. Þess er krafist að þýfið og efnin verði öll gerð upptæk og að ákærði sæti refsingu og greiði allan sakarkostnað.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?