Maður hefur verið ákærður fyrir hilmingu og fíkniefnalagabrot af embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Hann átti á heimili sínu vespu af gerðinni Suzuki Tamco og reiðhjól af gerðinni Specialized PITCH. DV hefur ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík undir höndum og samkvæmt henni telur embættið að maðurinn hafi vitað að um þýfi væri að ræða.
Einnig hafði maðurinn í vörslu sinni í sölu- og dreifingarskyni magn amfetamíns, kókaíns, grass, rítalín, víagra og fleiri fíkniefni. Lögreglumenn fundu þetta allt við húsleit á heimili ákærða þann 24. júlí 2020. Þess er krafist að þýfið og efnin verði öll gerð upptæk og að ákærði sæti refsingu og greiði allan sakarkostnað.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. júní næstkomandi.