Sumarið 2017 varð sá hörmulegi atburður að maður lést í vinnuslysi, er hann klemmdist milli móta frauðpressuvélar og lést af áverkum sínum. Frauðpressuvélin hafði það hlutverk að pressa rauðefni saman í frauðkassa.
Tveir yfirmenn mannsins voru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi á þeim grundvelli að þeir hefðu borið á byrgð á því að öryggisbúnaður í vélinni var óvirkjaður og virkaði því ekki þegar hún var gangsett. Ástæðan fyrir því að öryggisbúnaðurinn var óvirkjaður var sú að vélin hafði verið erfið í notkun vegna bilana. Yfirmennirnir tveir voru taldir sérstaklega ábyrgir vegna þess að þeir höfðu látið undir höfuð leggjast að vara aðra starfsmenn við því að öryggisbúnaðurinn væri óvirkur.
Fyrir héraðsdómi voru mennirnir tveir sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi. Voru þeir taldir hafa gerst brotlegir við 215. grein almennra hegningarlaga en hún er svohljóðandi:
„Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum.“
Í héraði voru mennirnir dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur staðfesti þann dóm í dag.
Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér.