fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Manndráp af gáleysi – Landsréttur staðfestir dóma yfir tveimur mönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 18:57

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2017 varð sá hörmulegi atburður að maður lést í vinnuslysi, er hann klemmdist milli móta frauðpressuvélar og lést af áverkum sínum. Frauðpressuvélin hafði það hlutverk að pressa rauðefni saman í frauðkassa.

Tveir yfirmenn mannsins voru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi á þeim grundvelli að þeir hefðu borið á byrgð á því að öryggisbúnaður í vélinni var óvirkjaður og virkaði því ekki þegar hún var gangsett. Ástæðan fyrir því að öryggisbúnaðurinn var óvirkjaður var sú að vélin hafði verið erfið í notkun vegna bilana. Yfirmennirnir tveir voru taldir sérstaklega ábyrgir vegna þess að þeir höfðu látið undir höfuð leggjast að vara aðra starfsmenn við því að öryggisbúnaðurinn væri óvirkur.

Fyrir héraðsdómi voru mennirnir tveir sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi. Voru þeir taldir hafa gerst brotlegir við 215. grein almennra hegningarlaga en hún er svohljóðandi:

„Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum.“

Í héraði voru mennirnir dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur staðfesti þann dóm í dag.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah jafnaði metið
Fréttir
Í gær

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju
Fréttir
Í gær

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Í gær

Félagi í Sósíalistaflokknum segir að sér hafi liðið sérkennilega eftir skyndifund flokksins í gærkvöld – „Þetta var mjög skrýtinn fundur“

Félagi í Sósíalistaflokknum segir að sér hafi liðið sérkennilega eftir skyndifund flokksins í gærkvöld – „Þetta var mjög skrýtinn fundur“
Fréttir
Í gær

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“