fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Bretar segja þetta næsta átakasvæði Rússa – Óþægilega nærri Íslandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 05:59

Kjarnorkukafbátur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri skýrslu frá bresku hugveitunni Civitas þá eru Rússar að hervæðast á norðurheimskautasvæðinu þar sem þeir hyggjast takast á við Vesturlönd. Sömu niðurstöðu er að sjá í nýjasta áhættumati leyniþjónustu danska hersins. Það má því segja að Rússar færi sig óþægilega nærri Íslandi ef þetta gengur eftir.

Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu þá er innrás Rússa í Úkraínu hluti af áætlun Vladímír Pútíns, forseta, um að endurreisa Rússland sem stórveldi. Hann hefur sjálfur sagt að til greina komi að leggja fleiri ríki undir Rússland, til dæmis Litháen.

En eftir því sem segir í skýrslu Civitas þá er norðurheimskautasvæðið mikilvægt svæði hvað varðar metnað Pútíns um að endurreisa Rússland sem stórveldi. Hugveitan kemst að þeirri niðurstöðu að Rússar séu að gera svæðið að „vígvelli framtíðarinnar“. Það muni gerast samhliða hlýnandi loftslagi sem hefur í för með sér að minni hafís verður á svæðinu og Norðaustursiglingaleiðin norðan við Rússland opnast sem og mörg önnur svæði. Þá verður hægt að vera með aukin hernaðarumsvif þar.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Fram kemur að hernaðaruppbyggingin á svæðinu tengist  þeim miklu náttúruauðlindum sem þar er að finna, sérstaklega olíu og gasi.

Á síðustu árum hafa Rússar enduropnað fjölda fyrrum sovéskra herstöðva á norðurheimskautasvæðinu en þeim var lokað eftir hrun Sovétríkjanna 1991. Í skýrslu Civitas segir að Rússar hafi einnig flutt stóran hluta af kjarnorkuvopnum sínum til svæðisins. „Norðurheimskautasvæðið verður fljótlega landstjórnmálalegur vígvöllur ef Vesturlönd grípa ekki til gagnaðgerða,“ sagði Robert Clark, einn skýrsluhöfunda, þegar skýrslan var kynnt.

Fyrir nokkrum árum opnuðu Rússar Nagurskoje-herstöðina á Franz Jósef Landi en það er nyrsta herstöð heims. Þar er þriggja og hálfs kílómetra löng flugbraut sem mjög þungar sprengjuflugvélar geta nýtt sér.

Leyniþjónusta danska hersins segir að yfirstjórn rússneska hersins hafi lengi rætt um að staðsetja MiG31-orustuþotur í Nagurskoje en þær geta borið hin nýju ofurhljóðfráu Kinsjal-flugskeyti. Þau ná fimmföldum hljóðhraða og geta breytt stefnu sinni á leið að skotmarkinu. Með þessum flugvélum og flugskeytum gætu Rússar til dæmis gert óvænta árás á Thule-herstöðina á Grænlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“