Landamæradeilu á milli Kanada og Danmerkur, sem hefur oftast verið kallar viskístríðið, er nú lokið eftir 51 ár. Deilan snerist um óbyggða klettaeyju á milli austurströnd Kanada og vesturströnd Grænlands. Frá þessu er greint í danska blaðinu Berlingske og hinu kanadíska Globe and Mail.
Yfirvöld í bæði Ottawa og Kaupmannahöfn hafa samþykkt að skipta með sér eyjunni og fela hana í hendur Grænlendinga og Ínúíta í sjálfstjórnarhéraðinu Nunavut í Kanada. Samningurinn var kynntur opinberlega á mánudaginn.
Eyjan heitir Tartupaluk á grænlensku og á máli kanadískra ínúíta hinum megin við sundið en nafnið sem nýlenduherrarnir gáfu henni er Hans-eyja. Talið er að hún hafi aldrei verið byggð en innfæddir báðum megin sundsins hafa samnýtt hana bróðurlega til veiða í hundruð ára. Það breyttist ekki þrátt fyrir deilur ríkjanna.
Þessa stríðs, ólíkt þeim flestum, verður sárt saknað af kanadískum og dönskum dátum þar sem það var allsendis laust við blóðsúthellingar. Það hófst árip 1984 þegar þáverandi Grænlandsmálaráðherra skipaði dátum að reisa danska fánann á eyjunni. Viðbrögð Kanadamanna voru að stíga á land, fjarlægja danska fánann, reisa þann kanadíska og skilja eftir sig flösku af kanadísku viskíi.
Þá fóru danskir dátar á eyjuna, fjarlægðu kanadíska fánann, reistu þann danska og skildu eftir flösku af dönsku ákavíti fyrir þá kanadísku. Svona hélt þetta áfram í marga áratugi.