fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Stríðið í Úkraínu á mikilvægu stigi – Gæti ráðið úrslitum um niðurstöðu þess

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 06:45

Ónýt rússnesk hergögn nærri Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu er nú á mikilvægu stigi, stigi sem gæti ráðið úrslitum um niðurstöðu stríðsins þegar horft er til langs tíma.

CNN skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til upplýsinga sem bandarískar og aðrar vestrænar leyniþjónustustofnanir búa yfir.

Úkraínumenn eru að verða búnir með þau skotfæri frá Sovéttímanum sem þeir áttu eftir en þau henta gömlum vopnum. Þeir grátbiðja Vesturlönd um að senda meira af vopnum og skotfærum og þá sérstaklega þungavopnum því Rússar hafa mjakast áfram í sókn sinni í austurhluta landsins að undanförnu vegna þeirra yfirburða sem þeir hafa varðandi þungavopn, þá aðallega stórskotalið.

CNN segir að staðan núna geti knúið Vesturlönd til að taka erfiða ákvörðun. Þau hafi fram að þessu stutt við Úkraínu þrátt fyrir sífellt aukinn kostnað fyrir efnahagslífið heima fyrir og að gengið hafi verið á vopnabirgðir þeirra sjálfra.

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, stýrir fundi vinnuhóps tæplega 50 ríkja í dag þar sem málefni Úkraínu verða rædd. Reiknað er með að í tengslum við fundinn muni Bandaríkin tilkynna um enn fleiri vopnasendingar til Úkraínu.

Háttsettur embættismaður hjá NATÓ sagði í samtali við CNN að hann telji að stríðið sé nú að komast á það stig þar sem annar hvor aðilinn nær árangri. Annað hvort muni Rússar ná Slovyansk og Kramatorsk eða þá að Úkraínumönnum muni takast að stöðva þá þar. Ef það takist þá muni það skipta miklu máli.

Þrjár hugsanlegar niðurstöður stríðsins

CNN segir að vestrænir embættismenn fylgist nú náið með þremur hugsanlegum sviðsmyndum sem þeir telja að geta átt sér stað varðandi niðurstöðu stríðsins.

Rússar gætu haldið áfram að leggja úkraínskt landsvæði undir sig í Donbas.

Einhverskonar þrátefli gæti komið upp við víglínurnar sem myndi gera að verkum að stríðið haldi áfram mánuðum eða árum saman. Þetta muni hafa í för með sér mikið mannfall hjá báðum aðilum og halda áfram að hafa neikvæð áhrif á efnahagslíf heimsins.

Þriðja sviðsmyndin, sem talin er ólíklegust, er að Rússar endurskilgreini markmið sín með stríðinu, tilkynni að þeir hafi náð því sem þeir vildu og reyni að binda endi á átökin. Þetta er þó eiginlega ekki meira en óskhyggja að mati heimildarmanna CNN.

Bandarískir embættismenn eru sagðir óttast að ef Rússum takist að halda því landi sem þeir hafa lagt undir sig í austurhluta Úkraínu geti Pútín notað það síðar til að hefja aðra sókn, lengra inn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands