fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Marteinn lýsir slæmum aðbúnaði móður sinnar – „Í afskekktu kjallaraherbergi þar vissi hún ítrekað ekkert hvar í heiminum hún væri“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. júní 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldurinn hefur færst yfir móður Marteins Sverrissonar, sem er mikil dugnaðarkona og hefur ávallt lagt mikla áherslu á hollt líferni. Núna þegar hún getur ekki lengur séð um sig sjálf þarf hún að búa við illan aðbúnað. Ekki vegna peningaleysis heldur vegna þess að samfélaginu er sama um gamalt og lasburða fólk eins og hana.

Þetta er inntakið í harðorðri grein sem Marteinn Sverrisson birti í Fréttablaðinu í morgun. Marteinn skrifar:

„Mamma er sem sagt komin inn á spítala og hún fer líklega ekki heim til sín aftur. En einmitt á þessum tímamótum gæti okkar góða heilbrigðiskerfi tekið á móti mömmu, umvafið hana með umhyggju og kærleik svo síðustu árunum væri varið í áhyggjuleysi og góðu yfirlæti. Þannig er það bara ekki. Og það sem verra er, það er enginn að fara að gera það þannig. Ekki vegna þess að það vanti peninga. Ekki vegna þess að það vanti húsnæði. Ekki vegna þess að það vanti starfsfólk. Heldur vegna þess að það er bara öllum sk…sama.“

Marteinn segir að móðir hans haf haft viðkomu á nokkrum stofnunum síðustu mánuði og lætur illa af vist hennar á þeim stöðum:

„Síðasta ársfjórðunginn hefur mamma haft viðkomu á nokkrum stofnunum. Byrjaði eiginlega með hvíldarinnlögn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Í afskekktu kjallaraherbergi þar vissi hún ítrekað ekkert hvar í heiminum hún væri og af hverju. Þar niðri var oftast ekki nokkra aðra sálu að sjá og mamma, sem ræður illa við að kalla eftir aðstoð með bjölluhnapp, gat lítið annað en bara grátið yfir bágborinni stöðu sinni. Þar tók reyndar steininn úr þegar ráðist var í framkvæmdir með múrbroti og öðrum hávaða. Ég kom að mömmu ælandi af höfuðkvölum vegna hávaðans. Þrátt fyrir samtal við vakthafandi stjórnanda heimilisins reyndist engin leið til að stöðva þessi læti. Ég neyddist því til að taka mömmu út af stofnuninni, enda öllum bara sk…sama.“

Marteinn segir jafnfram að eftir þetta hafi orðið að flytja móður hans með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans og þar þurfti hún að dúsa í nokkar nætur á meðan beðið var eftir öðru úrræði. Var hún send þaðan á deild sem veitti enga þjónustu. Hafi móðir hans verið flutt þangað skólaus og án þess að ættingjar væru látnir vita af flutningnum. „Engum á bráðamóttökunni virtist koma skóleysið eða ákvörðunarstaður mömmu við, enda öllum sk…sama.“

Marteinn segir að enn sé móðir hans án þeirrar þjónustu sem hún þyrfti að fá. Um tíma leit út fyrir að hún fengi inni á öldrunardeild á Landspítalanum þar sem sérfræðingar og fagfólk sinna vistfólki en svo reyndist ekki vera:

„En, nei! Mamma fær ekki að njóta neins þessa. Það er nefnilega búið að meta hennar stöðu þannig að hún ætti að vera á hjúkrunarheimili. Eins og flestir vita eru engin pláss á lausu á slíkum heimilum þannig að mamma er bara á biðlista. Fólk á biðlistum fær ekki að njóta þeirrar öldrunarþjónustu sem veitt er á þeim deildum sem „geyma“ fólkið á meðan. Jafnvel þótt um öldrunardeild sé að ræða er mamma bara geymd þarna þar til þeim tekst að losa sig við hana aftur og á meðan er þeim bara sk…sama.“

Marteinn segir að móður hans líði illa, hún þjáist af hreyfingarleysi og einveru. Grein Marteins má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Í gær

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Fréttir
Í gær

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“
Fréttir
Í gær

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom