fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

„Sér fólk ekki hvað þetta er subbulegt eða er öllum bara drull?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. júní 2022 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður, telur það óeðlilegt í ljósi samkeppnissjónarmiða að streymisveitan Viaplay geti nýtt sér tæki og búnað sem RÚV hefur komið upp fyrir útsendingar frá fótboltaleikjum. Slík tækjaleiga geti varla samrýmst hlutverki RÚV og veiti að auki Viaplay ósanngjarnt forskot á samkeppnisaðilana. Jakob Bjarnar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni þar sem hann spyr hvort fólki sé almennt „drull“ um þessa stöðu.

Viaplay er komið með þjóðardeildina og þar með landsleiki ÍSL. Og afgreiða útsendinguna með því einfaldlega að leigja af RÚV, sem er í allskyns samkeppnistengdum monkíbisness, landsleikja setupið sem ríkið annars notar. Þannig að þessi erlenda múltískæsveita Viaplay labbar hér inn á markað og hagnýtir sér innviði sem eru ríkisstyrktir til að jarða samkeppnina. Ég veit það ekki, sér fólk ekki hvað þetta er subbulegt eða er öllum bara drull?“

Þetta er ömurð

Jakob Bjarnar tekur fram í athugasemdum að færsla hans snúist ekki um fótbolta eða umfjöllun um fótbolta heldur um samkeppnismál. „Það að RÚV, annað hvort meðvitað eða ómeðvitað, (og ég veit ekki hvort er verra) sé svona fullkomlega skeytingarlaust um stöðu sína á viðkvæmum samkeppnismarkaði. Þannig hlýtur stofnunin að vera að grafa undan tilverurétti sínum. Sem ég er ekkert viss um að sé gott. Eða, öllu heldur ætti að vera að grafa undan, í upplýstu samfélagi þar sem prinsipp skipta einhverju máli.“

„Þetta er ömurð“ skrifar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens í athugasemd þar sem hann tekur undir með Jakobi.

Ekki eru þó allir sammála og benda sumir í athugasemdum á að Viaplay hafi staðið sig vel við útsendingarnar, jafnvel betur heldur en RÚV og Stöð 2 hafi gert. Einhver bendir á að Jakob Bjarnar sé líklega ekki hlutlaus í þessari gagnrýni sinni, enda vinni hann hjá Sýn sem sé í samkeppni við RÚV og Viaplay. Jakob Bjarna segir það þó af og frá, gagnrýni hans snúist um að RÚV sé með þessari útleigu á tækjum til Viaplay að gerast tækja- og starfsmannaleiga sem sé ekki hlutverk ríkisstofnunarinnar. RÚV gæti allt eins hafið að reka dekkja- og smurþjónustu. „Íslendingar eru prinsipplausir þar til þeir fá að súpa persónulega seyðið af subberíinu,“ skrifar Jakob Bjarnar.

Sjá menn ekkert bogið við það?

Víaplay hefur leigt stúdíó í Efstaleiti annað slagið í vetur – aðallega undir útsendingar frá Meistaradeildinni og nú þessa blessuðu Þjóðadeild. Virðist ekki vera mikill áhugi á henni – alls staðar tómir vellir. Þeir settu upp leikmynd sem okkur sem vinnum í stúdíóinu finnst furðu stór og mikil. En þetta er náttúrulega alþjóðlegt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sem starfar hjá RÚV.

Jakob Bjarnar spyr þá Egil: „Af hverju er RÚV að leigja Viaplay stúdíó sín? Sjá menn ekkert bogið við það“

Jakob skrifar á öðrum stað í athugasemd að honum finnist undarlegt að RÚV sé að leigja Viaplay tæki með þessum hætti. Það sé ekki liður í starfsemi RÚV að vera tækjaleiga. „Ættu þeir ekki bara að opna dekkjaþjónustu í kjallaranum fyrst þeir eru í hinu og þessu tilfallandi? Getur varla verið mikil fyrirstaða þegar ljóst er að landsmenn vita ekki betur eða er alveg drull.“

Gott að rifja upp söguna

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að í þessu samhengi sé gott að rifja upp söguna. Það hafi orðið ákveðin stefnubreyting hjá RÚV á árinu 2017 einmitt hvað varði útleigu á tækniaðstöðu.

„Hér sem í öðrum tilvikum er gott að rifja upp söguna og bakgrunninn. Til skamms tíma var harðbannað að lána búnað eða aðstöðu RÚV til utanaðkomandi aðila. Þessu var töluvert bölvað af mönnum í geiranum sem vissu af búnaði þar sem hefði komið sér vel en við því var bann nema mögulega á laun og í gegnum klíku. 

Vorið 2017 var ný stefna RÚV samþykkt. Þá var Kristján Þór orðinn menntamálaráðherra en ég reikna þó með að Illugi Gunnarsson hafi komið verkinu að stað. Eitt af því sem tiltekið var í stefnunni var að gera skyldi sjónvarpsstúdíó, hljóðver og aðra tækniaðstöðu aðgengilega fyrir sjálfstæða framleiðendur sjónvarps og viðhalda fjölbreyttri fjölmiðlun – frekar en að þetta væri kynnt sem sérstök tekjuöflunarleið fyrir stofnunina. Þetta var a.m.k. tilgangurinn þótt ég þykist ekki geta dæmt um hvort hann hafi gengið eftir.“ 

Þessi söguskýring Stefáns virðist þó ekki ná að sannfæra Jakob Bjarnar sem svarar : „Þetta er algerlega glórulaus hugmynd“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Nefnir tíu kosti við að Bandaríkin kaupi Ísland

Nefnir tíu kosti við að Bandaríkin kaupi Ísland
Fréttir
Í gær

Baldur: Hefði mikil áhrif á Íslandi ef Bandaríkin beita hervaldi á Grænlandi – Myndu taka yfir hafnir og flugvelli

Baldur: Hefði mikil áhrif á Íslandi ef Bandaríkin beita hervaldi á Grænlandi – Myndu taka yfir hafnir og flugvelli
Fréttir
Í gær

Sigrún kveður Stöð 2 eftir sextán ár – „Þessi ákvörðun var erfið“

Sigrún kveður Stöð 2 eftir sextán ár – „Þessi ákvörðun var erfið“