fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Ógnarlangur listi afbrota

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 19:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær lauk aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn manni sem fæddur er árið 1997, og á að baki gífurlega langan lista af afbrotum, ef miðað er við þær ákærur sem fjallað var um í gær.

Til umfjöllunar voru þrjár ákærur og í einni þeirra eru ákæruliðirnir 12. Samtals eru ákæruliðirnir um 20 talsins. Hin meintu borð varða líkamlegt ofbeldi, fjársvik, þjófnaði og fíkniefnamisferli.

Maðurinn hefur játað öll brotin fyrir utan tvö og var því meginþungi aðalmeðferðar fyrir dómi í gær á þeim brotum. Voru vitni kölluð fyrir fyrir dóm og náði  DV tali af einu vitninu, manni sem kærði manninn fyrir árás í matsal gistiskýlisins við Hverfisgötu. Atvikið átti sér stað þann 15. janúar árið 2020. Hinn ákærði hótaði manninum lífláti og tók upp smjörhníf og beindi að honum. „Hótanirnar voru til þess fallnar að vekja hjá honum ótta um líf, heilbrigði og velferð sína,“ segir í ákærunni.

„Hann er stórhættulegur,“ segir þessi maður sem þekkir vel til umrædds manns. Hann segir enn fremur: „Ég fraus algjörlega af hræðslu þegar hann ógnaði mér með hníf og fann fyrir miklum kvíða og ótta eftir árásina.“

Veittist að fangavörðum á Litla-Hrauni

Maðurinn er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að fangavörðum á Litla-Hrauni um miðjan nóvember árið 2020. Á leiðinni að öryggisálmu í húsinu er hann sagður hafa hótað fangavörðunum lífláti og hrækt í andlit eins þeirra.

Föstudaginn 20. mars árið 2020 er hann sagður hafa ógnað manni með hnífi fyrir utan íbúð í Reykjavík, krafið hann um peninga og lagt til hans með hníf. Hann hafi síðan ruðst inn í íbúðina, stokkið á konu sem þar var og ýtt henni þannig að hún féll í gólfið. Ógnaði hann henni með hnífnum og tók af henni farsíma, símahulstur og 6.000 krónur í reiðufé. Konan hlaut sár og eymsli af árásinni.

Hann er sakaður um mörg og marvísleg þjófnaðar- og fjársvikabrot og er sá listi afar langur. Hann hefur farið oft í verslunina Icesmart við Laugaveg og að virðist sjaldan, eða jafnvel aldrei, með það í huga að greiða fyrir varning. Í eitt skiptið, í lok nóvember árið 2019, er hann sagður hafa gert tilraun til að stela peysu að verðmæti um 30 þúsund krónur og hrækti hann í andlit starfsmanns sem hafði afskipti af honum.

Hann er einnig sakaður um misferli með gjafakort og að hafa notað greiðslukort annarrar manneskju til að leysa út vörur fyrir háar fjárhæðir samanlagt, einnig til að taka út fé úr hraðbanka Tomato.

Dómur í máli mannsins verður kveðinn upp í síðasta lagi eftir fjórar vikur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Í gær

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“