fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Úkraínumenn sagðir hafa fellt mörg hundruð málaliða í árás á skotfærageymslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 06:09

Hér brennur skotfærageymslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að mörg hundruð rússneskir málaliðar hafi fallið í árás Úkraínumanna á skotfærageymslu í Kadiiyka í austurhluta Úkraínu nýlega. Sögur herma að aðeins einn hafi sloppið lifandi frá árásinni.

Myndir sýna eld í skotfærageymslu sem Úkraínumenn eru sagðir hafa gert stórskotaliðsárás á.

The Sun segir að rússneskir málaliðar, úr hinum svokallaða Wagnerhópi, hafi notað íþróttavöll í Kadiiyka sem skotfærageymslu. Eru allt að 300 málaliðar sagðir hafa fallið í árásinni en ef það er rétt þá er það eitt mesta mannfallið sem Rússar hafa orðið fyrir í einu lagi síðan þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar.

Serhiy Haidai, héraðsstjóri í Luhansk, sagði að úkraínski herinn hafi gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar málaliðanna. Hún hafi verið vel útfærð og aðeins einn málaliði hafi lifað af.

Myndir, sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum, sýna miklar skemmdir á íþróttavellinum eftir árásina. Björgunarmenn sjást að störfum í rústunum.

Wagnerhópurinn, sem tengist Vladímír Pútín Rússlandsforseta og ráðamönnum í Kreml sterkum böndum, er talinn hafa verið að störfum í Úkraínu allt frá því að Rússar hertóku Krím 2014.

Wagnerhópurinn hefur oft verið nefndur einkaher Pútíns en hann hefur alltaf neitað því að hópurinn hafi nokkur tengsl við rússnesk stjórnvöld. Hefur hópurinn meðal annars verið að störfum í Sýrlandi og Afríku en hann er orðlagður fyrir grimmd og margvísleg fólskuverk.

Fregnir hafa borist af því að hópurinn hafi átt á brattann að sækja í stríðinu í Úkraínu og að tæplega 3.000 liðsmenn hans hafi fallið þar eða um 40% af heildarmannafla hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“
Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa