Lögreglu var tilkynnt um tjaldbúa á Klambratúni í dag. Þeir yfirgáfu svæðið eftir tiltal. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Tilkynnt var um eld í ruslagámi í hverfi 101. Mikinn reyk lagði frá staðnum og talið er að kveikt hafi verið í pappagámi. Slökkvilið kom og slökkti eldinn.
Þá var tilkynnt um öskrandi konu í hverfi 108. Þegar lögreglan mætti á staðinn var ekkert að sjá, eða heyra.