fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Stakk af eftir að hafa keyrt niður erlendan ferðamann á rafskútu á Skólavörðustíg

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 13. júní 2022 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður á rafskútu á Skólavörðustíg keyrði niður erlenda ferðakonu á Skólavörðustíg um helgina. Konan slasaðist talsvert samkvæmt heimildum DV en eftir að hafa stumrað í stutta stund yfir konunni stakk ökumaður rafskútunnar af.

Atvikið átti sér stað um miðjan dag síðastliðinn laugardag. Í myndböndum af atvikunum úr öryggismyndavél sést að maður á leigðri rafskútu koma brunandi niður Skólavörðustíginn.  Á sama tíma ákveður ferðakonan að labba yfir götuna með þeim afleiðingum að harður árekstur verður. Konan fellur þá til jarðar og skellur með hnakkann í jörðina.

Ökumaðurinn stingur skyndilega af

Í myndbandinu má sjá að sá sem stýrði rafskútunni snýr tilbaka og stumrar yfir konunni ásamt öðrum sjónarvottum. Eftir um 20 sekúndur stendur hann svo upp og hugar að hjólinu sínu. Hann ákveður svo  láta sig hverfa og brunar af stað áfram niður Skólavörðustíginn. Er greinilegt í myndbandinu að aðrir sjónarvottar kalla á eftir honum en maðurinn lætur sér ekki segjast.

Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, segir í samtali við DV að konan hafi ekki slasast alvarlega. Ástand hennar var metið af bráðaliðum en hún sagðist ætla að leita sér sjálf læknis ef verkir hennar ágerðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“
Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa