fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Skiptar skoðanir um lokun Reynisfjöru – „Það verða alltaf til kjánar og jafnvel fávitar sem virða ekki viðvörunarmerkingar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. júní 2022 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmta banaslysið á sjö árum í Reynisfjöru hefur vakið háværa umræðu um að nú þurfi að grípa til stórtækra aðgerða. Banaslysin segja nefnilega ekki alla söguna því reglulega koma upp lífshættulegar aðstæður á svæðinu. Sést það kannski best á því að daginn eftir banaslysið, síðastliðinn föstudag, greindi RÚV frá því að þýsk fjölskylda hefði lent í stórhættulegum aðstæðum þegar alda hrifsaði þau með sér. Betur fór þó en á horfðist og fjölskyldumeðlimir sluppu með að missa myndavélar sínar á haf út.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að hún sé á þeirri skoðun að loka eigi Reynisfjöru. „Ég sem ráðherra mála­flokks­ins horfi auðvitað á heild­ar­hags­muni hans. Það er ekki gott fyr­ir heild­ina þegar það eru orðnir ein­hverj­ir stór­hættu­leg­ir staðir og við ger­um ekk­ert í því,“ sagði Lilja og benti á að um orðsporsáhættu væri að ræða fyrir Ísland.

Þær aðgerðir sem farið hafi í, meðal annars að bæta merkingar, virðast ekki virka því ferðamenn virði þær að vettugi. Að sögn Lilju hafi hún skipað starfshóp um Reynisfjöru í janúar og verkefni hópsins sé meðal annars að meta hvort að skynsamlegt sé að loka ferðamannastaðnum.
Vissu­lega hafi verið gripið til ráðstaf­ana á borð við merk­ing­ar en ferðamenn virða þær gjarn­an að vett­ugi. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég varð ráðherra [yfir þess­um mála­flokki] var að skipa starfs­hóp um Reyn­is­fjöru og hvort það ætti að loka henni hrein­lega,“ seg­ir Lilja en hún varð ráðherra ferðamála í janú­ar.

Verða bara að taka afleiðingum gjörða sinna

Í samfélagsumræðunni er ljóst að skiptar skoðanir eru því til hvaða úrræða eigi að grípa. Einn þeirra sem lætur í sér heyra er rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sem bendir á að lausnin felist ekki alltaf í boðum og bönnum.

„Það verða alltaf til kjánar og jafnvel fávitar sem virða ekki viðvörunarmerkingar. Ég þekki það sjálfur! Eigum við að loka Vesturlandsvegi ef fleiri en þrjú bílslys verða þar á ári, eða fjögur, eða fimm? Eigum við að banna áfengi ef það veldur fleiri en þúsund dauðsföllum árlega. Hvað erum við að gera til að koma í veg fyrir sjálfsvíg ungs fólks? Eigum við að banna vanlíðan barna og foreldra sem ráða ekki við uppeldishlutverkið?“ skrifar Þorgrímur.

Hann segir hugmyndina ágæta en staldra þurfi við og ræða hana ítarlega. „Hvað kostar að hafa manneskju í fullu starfi við það að vakta fjöruna og hafa heimil á fólki? Sumir verða kjánar, eða fávitar alla ævi, og verða þá bara að taka afleiðingum gjörða sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“