fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Arnar boðaður í yfirheyrslu vegna meintrar hatursorðræðu um kynskipti

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 13. júní 2022 20:03

Arnar Sverrisson, sálfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sálfræðingurinn Arnar Sverrisson hefur verið boðaður í yfirheyrslu vegna rannsóknar á meintri hatursorðræðu. Frá þessu greinir Arnar í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Ég fékk óvænta hringingu frá lögreglunni í morgun. Prúður og hálfvandræðalegur lögreglumaður tjáði mér, að ég væri boðaður í viðtal vegna hatursorðræðu í tveim greinum, sem ég skrifaði í Vísi fyrir tveim árum síðan um kynskipti. Skrifaði reyndar um kynskipti í Morgunblaðið einnig, en kærandi minn, Tanja Vigdisdottir, virðist ekki hafa séð hatursorðræðu í henni. Það fylgdi sögunni, að lögreglan hefði í fyrstu hafnað rannsókn á kæruefninu, en Ríkislögreglustjóri nú fyrirskipað, að rannsókn skyldi fara fram. Því er ég boðaður í yfirheyrslu,“ skrifar Arnar.

Eins og DV greindi frá á sínu tíma reis upp hávær mótmælaalda vegna greinar sem Arnar skrifaði og birtist á Vísi þann 11. ágúst 2020 undir fyrirsögninni: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“. Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi, gaf út yfirlýsingu þess efnis að greinin væri uppfull af rangfærslum, fordómum og vanþekkingu og það jaðraði við að um hatursorðræðu væri að ræða.

Þá gaf Trans-treymi Landspítalans einnig út yfirlýsingu vegna málsins þar sem grein Arnars var fordæmd.

Í færslu Arnars er því haldið fram að kærandi í málinu sé Tanja Vigdísardóttir. Hún skrifaði andsvar við grein Arnars þar sem hún sagðist ekki geta fyrirgefið honum „látalætin, blammeringarnar og hatrið sem þú ert að ausa yfir fólk.“ Þeirri grein svaraði Arnar svo nokkrum dögum síðar. Þar vísaði hann gagnrýninni til föðurhúsanna og sagði gagnrýnendur sína kjósa að upphefja sjálfa sig með því að lítilsvirða sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“