Á árlegri menningarveislu Sólheima, sem sett var laugardaginn um síðustu helgi, varð sá sorglegi atburður að listaverki eftir heimilismann á Sólheimum var stolið.
Um er að ræða egglaga verk eftir Kristján Atla Sævarsson.
Listamaðurinn og aðstandendur sýningarinnar eru afar vonsviknir vegna þjófnaðarins en Sólheimar birtu svohljóðandi færslu um málið á Facebook:
„Sorglegur atburður. Árleg menningarveisla Sólheima var sett s.l. laugardag þar sem afrakstur listsköpunnar vetrarins er sett upp í sýningu. Á meðal verka á sýningunni eru litskrúðug og einstök egg eftir hinn ástsæla doppumeistara Kristján Atla Sævarsson, það sorglega atvik átti sér stað á miðvikudaginn að eitt af eggjum listamannsins hvarf af sýningunni og ekkert hefur spurst til þess síðan. Vonandi ratar það heim. Listamaðurinn og aðstandendur sýningarinnar eru vonsviknir í ljósi atburðarins.“