fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Guðlaugur ekki enn farinn úr húsinu og konan sem hann ruddist inn til kemst ekki heim til sín – „Fólk þorir varla að opna út hjá sér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. júní 2022 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá þann 3. júní síðastliðinn var Guðlaugur Helgi Valsson handtekinn í byrjun mánaðarins  fyrir að ryðjast inn til 85 ára gamallar konu í Klukkurima, en Guðlaugur býr í sama fjölbýlishúsi og konan.

Sjá einnig: Guðlaugur handtekinn fyrir að ryðjast inn í íbúð aldraðrar konu – Hefur áður misþyrmt níræðum nágranna sínum

Guðlaugur á langan brotaferil að baki, meðal annars fyrir innbrot og þjófnaði, en hann vakti landsathygli árið 2014 er hann skallaði níræða konu sem var nágranni hans. Gamalt myndskeið með viðtali við konuna má finna í spilara undir þessari frétt.

Konan sem Guðlaugur ruddist inn til þann 1. júní er með neyðarhnapp hjá Securitas. Er vaktmenn Securitas mættu á vettvang sáu þeir að Guðlaugur var vopnaður dúkahníf og skrúfjárni. Komu þeir honum ekki út úr íbúðinni en hann staðhæfði að hann væri fjölskylduvinur konunnar. Hringdu Securitas-menn þá í lögreglu sem kom á vettvang og handtók Guðlaug. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu og mun hafa látið illa í fjölbýlishúsinu á eftir og barið á hurðir íbúða í húsinu.

Gamla konan kemst ekki heim til sín

Flestir íbúarnir í umræddu fjölbýlishúsi í Klukkurima búa í eignarbúðum en Guðlaugur leigir þar hjá Félagsbústöðum. DV fékk þær upplýsingar að gamla konan sem Guðlaugur ruddist inn til hafi flúið heimili sitt og komist í bráðabirgðahúsnæði til tveggja vikna. Hún þurfi hins vegar að fara út úr því húsnæði fyrir næstkomandi miðvikudag.

Dóttir gömlu konunnar hefur beint því til Félagsbústaða að Guðlaugur verði fjarlægður úr húsinu. Hún hefur fengið loðin svör við þeim umleitunum. „Ég fæ ekki nógu góð svör. Þeir segjast vera að reyna að finna úrræði fuyrir hann, athuga hvað er hægt að gera fyrir hann og hvert sé hægt að koma honum,“ segir konan í viðtali við DV.

„Í raun og veru er ekki hægt að hafa svona mann í fjölbýli þar sem eru börn og gamalmenni. Nú frétti ég að hann væri á skilorði og ég hefði haldið að maður sem rýfur skilorði ætti að fara inn,“ segir hún ennfremur.

Guðlaugur hefur verið kærður til lögreglu fyrir innrásina inn á heimili konunnar og er málið í rannsókn. Lögregla hefur staðfest atvikalýsingu í meginatriðum við DV.

Konan segir þetta ástand vera ómögulegt: „Það er ekki hægt að bjóða henni upp á það að komast ekki heim til sín. Ég var í sambandi við fólk sem býr þarna í eignaríbúð og það finnur bara fyrir svo miklu óöryggi á meðan hann er þarna, fólk þorir varla að opna út hjá sér.“

Alvarleg brot leiði til riftunar leigusamnings

DV hafði samband við Félagsbústaði vegna málsins. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segist ekki getað tjáð sig um málefni einstaklinga. En hún gat gefið almenn svör um viðbrögð við brotum á húsreglum. Benda þau svör til þess að það gæti tekið nokkuð langan tíma að koma Guðlaugi úr húsinu:

„Almennt er verklag vegna ábendinga og kvartana um húsreglnabrot þannig að berist kvörtun sem telst vera á rökum reist og falla undir húsreglnabrot er haft samband við viðkomandi leigjanda eða send aðvörun ef ábendingin er þess eðlis. Alvarleg og ítrekuð brot geta leitt til riftunar leigusamnings. Neiti leigjandi að rýma íbúðina getur þurft að leita til dómstóla.“

Misþyrmdi níræðum nágranna hrottalega

Sem fyrr segir vakti Guðlaugur þjóðarathygli árið 2014 er hann misþyrmdi níræðri konu hrottalega. DV tók myndskeiðsviðtal við konuna á sínum tíma og má sjá það hér í spilaranum fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“