fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar Smári: „Þetta er ógeðslegt fyrirtæki, rotið inn að beini“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. júní 2022 14:02

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, ritar grein á Vísir.is í dag sem ber heitið „Almenna okurfélagið“ en þar uppnefnir hann leigufélagið Ölmu sem áður hét Almenna leigufélagið.

„Spákaupmennskufélagið Gamma stofnaði Almenna leigufélagið á árunum eftir Hrun, keypti upp íbúðir þegar fasteignaverð féll í kjölfar þess að þúsundir fjölskyldna missti heimili sín. Og leigðu þessar íbúðir út á háu verði, stundum til sama fólksins sem hafði misst íbúðirnar,“ segir Gunnar Smári.

Honum finnst skammarlegt að stjórnvöld hafi ekki stigið inn og stoppað þetta „siðlausa“ athæfi.

„Almenna leigufélagið fékk á sig verðskuldað óorð á þessum árum. Þess vegna heitir það í dag Alma. En þótt nafnið sé breytt er eðlið það sama. Þetta er ógeðslegt fyrirtæki, rotið inn að beini,“ segir hann.

Tekur dæmi

Gunnar Smári tekur svo dæmi af því hvernig Alma leigufélag græðir á fólki sem er tilneytt til að vera á leigumarkaði.

Ég ætla að skýra þetta illa eðli með því að taka dæmi af íbúð á Fálkagötu 32 sem Alma auglýsir nú til leigu á 285 þús. kr. Þetta er 97 fermetra 3. herbergja íbúð á annarri hæð í húsi sem byggt var 1935.

Fermetraverðið er 2.938 kr., sem er 750 kr. hærra en leiguverð á sambærilegum íbúðum í Vesturbænum. Alma er því að rukka rúmlega 72 þús. kr. meira fyrir íbúðina en nemur markaðsverði er í þessum bæjarhluta. Leigjandinn borgar 866 þús. kr. á ári umfram markaðsverð. Við getum kallað það Gamma-skatt,“ segir hann.

Gríðarleg hækkun

Samkvæmt Þjóðskrá hafi Almenna leigufélagið keypt íbúðina á 23,7 milljónir árið 2012 en ætla má að hún sé í dag metin á 58 milljónir. Gunnar Smári gefur sér síðan ákveðnar forsendur vegna eignamyndunar. „Ef við brjótum hana niður á þá mánuði sem liðnir eru frá kaupunum hefur eigið fé Almenna leigufélagsins í íbúðinni hækkað um 247 þús. kr. í hverjum mánuði að meðaltali.“

Afborganir Ölmu af láninu séu rúmlega 95 þúsund á mánuði en með föstum gjöldum sé sannarlegur kostnaður Ölmu vegna íbúðarinnar rúmlega 123 þúsund á mánuði. „Alma gæti leigt íbúðina á því verði án þess að tapa krónu. Hagnaður félagsins yrði samt umtalsverður vegna hækkunar eignaverðs eða um 31% ávöxtun á eigið fé,“ segir hann.

Mögulega sambærilegt við fíkniefnainnflutning

„En það dugar Ölmu ekki. Hún leigir íbúðina út á miklu hærra verði eða 285 þús. kr. Sem eru tæplega 159 þús. kr. umfram kostnað félagsins af íbúðinni. Ávöxtunin af útleigunni er því tæplega 20% og ársávöxtun af eiginfjár því samanlagt 51% af leigu og hækkun eignaverðs. Það má vera að hægt sé að ná slíkri ávöxtun með því að flytja inn fíkniefni, en það er samt hæpið,“ segir Gunnar Smári.

Hér má lesa greinina í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
Fréttir
Í gær

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Í gær

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“