Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi klukkan 23.44 bifreið sem mældist á 79 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði var 50 km/klst. Bifreiðin var ekki með ökuljós tendruð og er ökumaðurinn sem er aðeins 16 ára er grunaður um ölvun við akstur og hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Málið var unnið með aðkomu föður og tilkynningu til Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá var tilkynnt um rafskútuslys í hverfi 112 í gærkvöldi. 14 ára drengur var slasaður á mjöðm eftir fall af rafskútu. Sjúkralið var boðað á vettvang.
Tilkynnt var um þjófnað/nytjastuld í hverfi 107. Par kemur í íbúð húsráðanda til að sækja þar tösku sem þau áttu. Parið stelur þá úr íbúðinni bíllyklum, peningum og farsíma og stela einnig bifreið úr bílakjallara er þau fóru.
Og tilkynnt var um reyk frá uppþvottavél, íbúð í hverfi 107. Gömul uppþvottavél hafði þar brunnið yfir. Slökkviliðið fjarlægði vélina úr íbúðinni þar sem enn lagði reyk frá vélinni.