fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Vöggustofumálið: Það var bannað að snerta börnin og þeim var ekki sýnd nein hlýja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. júní 2022 10:00

Skjáskot Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á stríðsárunum og langt fram á sjöunda áratug síðustu aldar voru reknar vöggustofur í Reykjavík, fyrir ungbörn einstæðra mæðra sem gátu ekki séð um þau. Gífurleg tilfinningaleg vanræksla á þessum börnum átti sér þar stað, sem helgaðist af ranghugmyndum um þarfir ungbarna. Margir sem dvöldust í frumbernsku á vöggustofum hafa aldrei jafnað sig á því.

Hringbraut sýndi í gær áhrifamikinn þátt þar sem saga vöggustofanna er rakin. Þar er meðal annars rætt við leikhúsmanninn Viðar Eggertsson sem dvaldist á vöggustofu er hann var kornungur.

„Börn sem búa við svona aðstæður sem börnum var búið þarna, þau fara ansi illa út úr því yfirleitt. Þessi gjörsamlega vanræksla á gæsku, tilfinningum og andlegri övrun,“ segir Viðar.

Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir hefur skýringar á því hvers vegna farið var svona með börnin. Hún segir að mjög einföld viðhorf hafi verið til barna á þessum tíma, ungbörn voru álitin vera mjög einfaldar verur sem þurfi bara fæði og klæði og þau þurfi að vera hrein. Að þessi ár í lífi þeirra skipti ekki svo miklu máli því þau muni ekki eftir þeim. Það megi alls ekki dekra þau eða spilla þeim með athygli, sérstaklega ekki athygli sem þau biðji sjálf um.

Sæunn segir einnig að fordómar gegn mæðrum þessara barna hafi þarna líka haft áhrif. „Þessar mæður urðu fyrir miklum fordómum og þær voru markvisst smættaðar. Það er ekki hægt að koma svona illa fram við fólk nema að gera það einhvern veginn öðruvísi en okkur hin.“

Þátt Hringbrautar um vöggustofurnar má sjá með því að smella hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT