Maður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Þetta kemur fram í dómi frá Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Maðurinn sem hefur ekki verið nafngreindur játaði að hafa smyglað til landsins 643 töflum af fíknilyfinu Oxycontin með flugi frá Varsjá þann 25. janúar 2022.
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu töflurnar við leit í farangri þess ákærða við komuna til landsins. Maðurinn fór fram á vægustu refsingu mögulega vegna játningar og vegna þess að hann var með hreint sakavottorð. Hins vegar kemur fram í dómnum að vegna alvarleika brotsins sé hæfileg refsing nauðsynleg.
Niðurstaðan var sú að ákærði hlaut þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi og töflurnar verða gerðar upptækar. Einnig þarf ákærði að greiða verjanda sínum 474.300 króna þóknun og 10.080 króna akstursgjald.