Köttur sem hjón á Seltjarnarnesi fjarlægðu og fluttu yfir í annan enda höfuðborgarsvæðisins fannst við barnaheimilið Rauðból við Elliðavatn. Eigandi kattarins greinir frá þessu í íbúahópi Seltirninga á Seltjarnarnesi.
Ól kattarins fannst hins vegar á Seltjarnarnesi, nálægt heimili þeirra sem sögð eru hafa fjarlægt hann, og þar var einnig kragi sem settur hafði verið á hann til að fæla frá fugla, sem og merkispjald með bjöllu.
Hjónin sem talið er að hér hafi verið að verki hafa amast mjög við lausagöngu katta á Nesinu. Hafa hjónin haft í hótunum við aðra konu sem býr í hverfinu og á kött. DV ræddi stuttlega við konuna en hún greinir frá því að hjónin hafi skipað henni að hafa köttinn sinn inni og sögðust ella myndu hringja á lögregluna. Engin lög eru hins vegar sem banna lausagöngu katta á höfuðborgarsvæðinu. Konan segir ennfremur að hjónin hafi læst köttinn hennar einu sinni inni í bílskúr þeirra.
DV reyndi árangurslaust að ná tali af konunni sem á köttinn sem fluttur var upp í Norðlingaholt, en án árangurs. Mun DV freista þess að ná tala af henni síðar og greina betur frá málinu.