fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Lögregla afhjúpar umfangsmikla glæpi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 14:45

Frá blaðamannafundi lögreglunnar. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan afhjúpar nú rannsókn á umfangsmiklum lögbrotum á blaðamannafundi sem haldinn er á Lögreglustöðinni við Hlemmtorg.

Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er annars vegar um að ræða innflutning á efnum til framleiðslu á 117,5 kg af amfetamíni. Tíu manns eru í haldi lögreglunnar vegna rannsóknarinnar.

Fulltrúar lögreglu á fundinum eru Halla Berg­þóra Björns­dóttir lög­reglu­stjóri, Hulda Elsa Björg­vins­dóttir, sviðs­stjóri á­kæru­sviðs, Grímur Gríms­son yfir­lög­reglu­þjónn og Margeir Sveins­son að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn.

Í frétt Fréttablaðsins segir:

„Grímur sagði að rann­sóknin á fíkni­efna­fram­leiðslunni hafi verið í gangi undan­farna 18 mánuði. Fékk lög­regla um mitt ár 2020 upp­lýsingar í gegnum tengsla­skrif­stofu Ís­lands hjá Europol sem aflað hafði verið úr dul­kóðuðum sam­skiptum. Rann­sóknar­hópur var settur saman í kjöl­farið og var hann meðal annars skipaður full­trúum lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, héraðs­sak­sóknara, ríkis­lög­eglu­stjóra og lög­reglunnar á Suður­nesjum.

Lög­regla lagði meðal annars hald á fimm kíló af am­feta­míni í að­skildum málum sem talið er að sé hluti fram­leiðslunnar. Sagði Grímur að götu­verð­mæti allra þessara efna væri um 700 milljónir króna.“

Samkvæmt frétt RÚV tengist þessu máli umfangsmikið peningaþvætti þar sem þvættaðar hafa verið tæplega 800 milljónir króna. Hefur það verið gert með þeim hætti að ungt fólk hefur verið gert út gegn þóknun í ferðir í banka til að skipta íslenskum krónum yfir í evrur, oftast um eina milljón í hvert skipti.

Lykilatriði í rannsókn lögreglunnar munu vera gögn sem franska lögreglan komst yfir með því að brjótast inn í spjallforrit glæpamanna, svo kallað EncroChat, og lesa þar úr samskiptum. Fundust þar samskipti á íslensku sem komið var til íslenskra lögregluyfirvalda. Með þessum njósnum hefur tekist að gera upptækt gífurlegt magn af fíkniefnum og koma í veg fyrir fjölmörg morð sem lagt var á ráðin með.

Fíkniefnin metin á milljarða

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að fíkniefnin sem lagt hefur verið hald á við rannsókn lögreglunnar hafa samanlagt gífurlega hátt söluverðmæti. Meðal annars er um að ræða 20 lítra af mdma-basa sem hægt er að nota til að framleiða 200 þúsund E-töflur. Einnig hefur fundist mikið magn af kókaíni, amfetamíni og um 200 kannabisplöntur.

Andvirði efnanna er um 1,7 milljarður króna.

Í rannsókninni hefur verið lagt hald á síma, tölvur og fíkniefni. Gerðar hafa verið húsleitir og leitað í ökutækjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar