Lögreglan í Maryland-fylki handtók vopnaðan mann nálægt heimili Brett Kavanaugh, hæstaréttardómara í Bandaríkjunum. Lögregla sagði jafnframt að hann hafi sagt lögregluþjónum að hann vildi myrða hann. Washington Post greindi frá þessu.
Vopnaði maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en honum hefur verið lýst sem karlmanni á þrítugsaldri frá Kaliforníufylki. Greint var frá því að hann bar að minnsta kosti eitt skotvopn ásamt verkfærum til innbrots.
Maðurinn var handtekinn um kl. 2 að nótt á götu nálægt heimili Brett. Lögreglan handtók hann eftir að henni barst ábending um að hann ætlaði sér að skaða Brett. Hann var víst í uppnámi eftir leka sem gaf til kynna að Hæstiréttur Bandaríkjanna myndi ógilda Roe v. Wade löggjöfina, sem er löggjöfin sem veitti bandarískum konum rétt til þungunarrofs.
„Maðurinn var vopnaður og var með hótanir í garð Brett,“ sagði talsmaður Hæstaréttar ,Patricia McCabe. „Hann var fluttur á lögreglustöð Montgomery-sýslu.“ Engar kærur hafa verið lagðar fram.