fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Vopnaður maður handtekinn nálægt heimili hæstaréttardómara – Sagðist ætla að myrða hann

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 21:30

Brett Kavanaugh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Maryland-fylki handtók vopnaðan mann nálægt heimili Brett Kavanaugh, hæstaréttardómara í Bandaríkjunum. Lögregla sagði jafnframt að hann hafi sagt lögregluþjónum að hann vildi myrða hann. Washington Post greindi frá þessu.

Vopnaði maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en honum hefur verið lýst sem karlmanni á þrítugsaldri frá Kaliforníufylki. Greint var frá því að hann bar að minnsta kosti eitt skotvopn ásamt verkfærum til innbrots.

Í uppnámi vegna þungunarrofslöggjafar

Maðurinn var handtekinn um kl. 2 að nótt á götu nálægt heimili Brett. Lögreglan handtók hann eftir að henni barst ábending um að hann ætlaði sér að skaða Brett. Hann var víst í uppnámi eftir leka sem gaf til kynna að Hæstiréttur Bandaríkjanna myndi ógilda Roe v. Wade löggjöfina, sem er löggjöfin sem veitti bandarískum konum rétt til þungunarrofs.

„Maðurinn var vopnaður og var með hótanir í garð Brett,“ sagði talsmaður Hæstaréttar ,Patricia McCabe. „Hann var fluttur á lögreglustöð Montgomery-sýslu.“ Engar kærur hafa verið lagðar fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Elliði tjáir sig um manndrápsmálið – „Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman“

Elliði tjáir sig um manndrápsmálið – „Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman“
Fréttir
Í gær

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Í gær

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“