Lögreglan á Suðurnesjum auglýsir eftir eiganda veskis sem fannst í miðbæ Keflavíkur. Veskið er í eigu erlends aðila en í því eru skilríki og töluvert magn af reiðufé. Lögreglan biðlar til starfsfólks á hótelum og gistiheimilum að hafa þetta í huga og beina viðkomandi á lögreglustöðina ef það veit um eigandann. Þá hrósar lögreglan heiðvirða borgaranum sem fann veskið og kom því til lögreglu. „Finnandinn getur klappað sér á öxlina og splæst á sig ís með dýfu fyrir góðverk dagsins.“