fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Jóhann Jónas fékk ráðningarstyrki frá Vinnumálastofnun – Mamma hans skráð fyrir nýja fyrirtækinu

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 8. júní 2022 13:02

Jóhann Jónas er stjórnarformaður fyrirtækisins Húsaviðgerðir og fleira ehf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Jónas Ingólfsson, gjarnan kenndur við Já iðnaðarmenn, er stjórnarformaður í fyrirtækinu Húsaviðgerðir og fleira ehf. Fyrirtækið hefur að undanförnu auglýst grimmt eftir iðnaðarmönnum, svo sem múrurum, málurum og smiðum, og hefur fengið ráðningarstyrki frá Vinnumálastofnun. Skráður eigandi fyrirtækisins er móðir Jóhanns Jónasar sem er á níræðisaldri.

Jóhann Jónas var um miðjan nóvember dæmdur í 11 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða ríkinu 111 milljónir í sekt vegna meiriháttar skattalagabrota og fjárþvætti tengdu því broti. Hann á að baki skrautlegan sakaferil en Jóhann Jónas hefur meðal annars verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, fíkniefnasmygl og flúði eitt sinn afplánun fangelsisrefsingar út fyrir landsteinana.

Sjá einnig: Jóhann Jónas í Já iðnaðarmönnum dæmdur – Risasekt og skilorðsbundinn dómur fyrir meiriháttar skattsvik bætast við skrautlegan sakaferil

Jóhann rak fyrirtækið Já iðnaðarmenn sem DV hefur jafnframt fjallað ítarlega um. Er Jóhann sagður hafa skilið eftir sig sviðna jörð um víðan völl vegna reksturs Já iðnaðarmanna. Var nafni félagsins svo að endingu breytt rétt fyrir gjaldþrot og nýtt félag stofnað utan um reksturinn með álíku nafni. Hafði DV fyrir því heimildir þá að rekstur Jóhanns hefði verið ítrekað kærður til lögreglu vegna meintra brota á iðnaðarlögum og að kvartað hefði verið til eftirlitsaðila undan viðskiptaháttum Jóhanns.

Auglýsti á „mínum síðum“ Vinnumálastofnunar

DV ræddi við iðnaðarmann sem er á skrá hjá Vinnumálastofnun og fór hann í atvinnuviðtal hjá Húsaviðgerðum og fleira en hafnaði atvinnutilboði þegar hann komst að því að fyrirtækið væri á vegum Jóhanns Jónasar og vildi ekki vinna hjá honum vegna sögu hans af lögbrotum og slæmum viðskiptaháttum. Maðurinn segist hafa skilað greinargerð til Vinnumálastofnunar um ástæður þess að hann hafnaði vinnunni en síðan hafi hann þó enn ekki fengið greiddar atvinnuleysisbætur.

Sjá einnig: Jóhann stofnar enn eitt fyrirtækið – „Hann er gjörsamlega siðlaus

Í svari frá Vinnumálastofnun við fyrirspurn DV er staðfest að Húsaviðgerðir og fleira birti starfsauglýsingar í mars og apríl á „mínum síðum“ stofnunarinnar þar sem atvinnuleitendum gafst færi á að sækja um. „Vinnumálastofnun kannar, áður en auglýsing er birt og eða ráðningarstyrkir eru undirritaðir hvort hlutaðeigandi fyrirtæki séu í skilum hvað varðar launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald,“ segir ennfremur í svarinu.

Staðfesta gerð samninga vegna ráðningarstyrkja

Vinnumálastofnun er hins vegar ekki kunnugt um að atvinnuleitanda hafi verið gert að sæta viðurlögum á borð við biðtíma vegna greiðslu atvinnuleysisbóta vegna þess að viðkomandi hafi hafnað starfi hjá Húsaviðgerðum og fleira. „Stofnunin hefur hins vegar óskað eftir skýringum frá atvinnuleitendum á því hvers vegna starfstilboði var hafnað hjá fyrirtækinu,“ segir í svari til DV.

Þá staðfestir Vinnumálastofnun ennfremur að gerðir hafi verið ráðningarsamningar við Húsaviðgerðir og fleira á grundvelli reglugerðar nr. 918/2020 um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um greiðslu styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

Sjá einnig: Já iðnaðarmenn gjaldþrota í þriðja sinn

„Rétt er að taka fram að áður en greiðslur eru inntar af hendi til fyrirtækja á grundvelli ráðningarsamninga kannar stofnunin hvort laun og tengd gjöld starfsmanns hafa sannanlega verið greidd,“ segir í svari Vinnumálastofnunar, og ennfremur: „Vinnumálastofnun reynir að sjálfsögðu eftir fremsta megni að forðast að miðla atvinnuleitendum í starf hjá fyrirtækjum sem hafa verið uppvís að brotum á vinnumarkaði.“

Auglýsir enn eftir starfsfólki

Húsaviðgerðir og fleira er enn með virka auglýsingu á ráðningarvefnum Alfreð þar sem auglýst er eftir smið og múrara.

Heimasíða fyrirtækisins er husavidgerdir.com en annað fyrirtæki sem heitir Húsaviðgerðir er með slóðina husavidgerdir.is en á heimasíðunni segir að forsvarsmaður fyrirtækisins hafi yfir 20 ára reynslu í alhliða múrverki og viðhaldi fasteigna.

Viðbót kl. 18:03

DV fékk senda meðfylgjandi mynd ásamt ábendingu um að um þessar mundir væri verið að bera í hús bæklinga frá fyrirtækinu Húsaviðgerðir og fleira ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar