Lögreglan á Suðurnesjum birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag vegna þess að heiðvirður borgari hafði fundið veski á víðavangi og leitaði að eigandanum. Eigandinn var erlendur ferðamaður og var með mikið magn af reiðufé í veskinu.
Svo virðist sem að eigandinn hafi verið fundinn og leitar hann nú að þeim sem fann veskið til að geta veitt honum fundarlaun. Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum um málið segir orðrétt: „Þetta með veskið er komið í hring. Nú vill eigandi veskisins finna þann sem fann það og launa honum greiðann, en það láðist að fá þær upplýsingar fyrr í dag. Kæri “finnandi” endilega heyrðu í okkur.“