fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Eigandi veskisins fundinn – Vill gefa fundarlaun

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 16:38

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag vegna þess að heiðvirður borgari hafði fundið veski á víðavangi og leitaði að eigandanum. Eigandinn var erlendur ferðamaður og var með mikið magn af reiðufé í veskinu.

Svo virðist sem að eigandinn hafi verið fundinn og leitar hann nú að þeim sem fann veskið til að geta veitt honum fundarlaun. Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum um málið segir orðrétt: „Þetta með veskið er komið í hring. Nú vill eigandi veskisins finna þann sem fann það og launa honum greiðann, en það láðist að fá þær upplýsingar fyrr í dag. Kæri “finnandi” endilega heyrðu í okkur.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”