fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

„Pútín hlýtur að klóra sér í höfðinu og hugsa: „Vá, hvað þetta var heimskulegt“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 05:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að rússneski herinn sé fjölmennari en sá úkraínski, eigi að heita betur þjálfaður, búi yfir miklu öflugra stórskotaliði og gríðarlegum fjármunum hafi verið dælt í hann síðustu ár þá hefur innrás Rússa í Úkraínu ekki gengið eins og þeir væntu. Í raun fer því víðs fjarri að þeir hafi náð markmiðum sínum.

Á móti hafa Úkraínumenn haldið vel á sínum spilum og því náð að verjast innrásarliðinu sem ætlaði sér að gjörsigra á nokkrum dögum.

En hvað fór úrskeiðis hjá Rússum? Spilling, einangraður Pútín og háttsettir embættismenn og stjórnmálamenn sem þorðu ekki að segja Pútín sannleikann. Þetta er mat danskra sérfræðinga sem Ekstra Bladet ræddi við.

Pútín hlýtur að klóra sér í höfðinu og hugsa: „Vá, hvað þetta var heimskulegt.“,“ sagði Flemming Splidsboel sem er sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá Dansk Institut for Internationale Studier.

Anders Puck Nielsen, hjá danska varnarmálaskólanum, sagði að Pútín hafi talið úkraínsku þjóðina veikburða og að hún hefði engan baráttuvilja og myndi snúast gegn Volodymyr Zelenskyy forseta. Pútín hafi talið að úkraínskt samfélag myndi hrynja eins og spilaborg á örskömmum tíma. „Á fyrstu fimm dögunum keyrðu þeir bara inn í Úkraínu, dreifðu sér í allar áttir og urðu berskjaldaðir fyrir vikið. Þetta skipti miklu máli því það tók þá langan tíma að endurskipuleggja sig,“ sagði hann og bætti við að Rússar hafi lagt rangt mat á stríðið en Úkraínumenn hafi gert góða varnaráætlun og framfylgt henni á áhrifaríkan hátt.

Splidsboel tók undir þetta og sagðist telja að Pútín sé mjög einangraður og að forystumenn hersins hafi ekki þorað að andmæla honum. „Hann skildi ekki rússneska eða úkraínska samfélagið. Hann er allt of fjarlægur hinu venjulega samfélagi og hlustar bara á sjálfan sig,“ sagði hann.

Puck sagði að Rússar hafi vanmetið Úkraínu og Pútín hafi ofmetið rússneska herinn.

Rússar hafa dælt ótrúlegum upphæðum í herinn síðasta áratuginn en megnið af peningunum hefur endað í nær botnlausri spillingarhít. „Í grunninn skilur hann ekki spillingu því hann er sjálfur svo rosalega spilltur,“ sagði Splidsboel.

Hann benti á að rússneski herinn standi illa að vígi. Það vanti brynvörn á skriðdrekana því henni hafi verið stolið og brædd og seld á svarta markaðnum. Matarbirgðirnar hafi verið fimm árum of gamlar og enn sé notast við venjulega síma til fjarskipta því öðrum fjarskiptabúnaði hafi verið stolið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“